Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 36
KRISTJÁN ÁRNASON
þau viðbrögð sem hún vekur eða kannski réttara sagt viðbragðaleysi mann-
anna við því sem vitfirringurinn í sögunni taldi mikil tíðindi, nefnilega lát
Guðs, því þeir yppta öxlum og láta sem ekkert hafí í skorist.
Nietzsche sem sagt lítur hlutina öðrum augum og lítur svo á að dauði
Guðs kalli á hvorki meira né minna en „endurmat allra gilda“. Því þótt Guð
teljist kannski ekki gildi í venjulegum skilningi, er hann þó altént hugsaður
sem uppspretta allra gjlda og hin æðsta viðmiðun, og eftir fráfall hans hlýtur
maðurinn að endurskoða stöðu sína í heiminum. Því undirstaða þeirrar
mannhyggju, er hefur ríkt á Vesturlöndum, er sú trú að maðurinn sé skap-
aður og það í mynd skapara síns og reyndar einskonar ráðsmaður hans hér
á jörð og þá æðri dýrunum en hlýðinn boðum drottins síns. Falli sú forsenda
burt verður ekki annað séð en maðurinn verði að leita inn í raðir dýranna
sem hann er þó utangátta í, „sjúka dýrið“ eins og Nietzsche kallar hann eða
„skæðasta meindýr jarðar“ eins og íslenskt skáld hefur orðað það svo hnitti-
lega. En hið sjúka dýr er með þeim ósköpum fætt að þurfa að setja sér gildi,
og þá er auðvitað fjarri Nietzsche að setja það sjálft eða meinta „mennsku"
þess á stall sem eitthvert gildi, eins og sumir guðsbanar á undan honum, því
maðurinn er í hans augum „allt of mennskur“ og „eitthvað sem þarf að
sigrast á“, og það gildir að sjálfsögðu ekki síst um samtímamenn hans sem
hann nefhdi „síðustu mennina". Og nú ætti engum að koma á óvart að hið
ffæga hugtak „ofurmennið“ skuli skjóta upp kollinum og því sé ætlað að vera
tilgangur og merking jarðarinnar (Sinn der Erde).
Nú er engum lesenda það láandi, og allra síst þeim sem hefðu kannski
áhuga á að líkjast umræddu ofurmenni, þótt þeir telji sig svikna af Nietzsche
um nánari útlistun, hvort heldur væri á ytra eða innra sköpulagi þess, því
hann minnist á það miklu sjaldnar en ffægð og vinsældir hugtaksins gætu
gefið ástæðu til að ætla, og þá allajafna fremur lauslega og á óljósan hátt,
þannig að menn verða að geta í eyðurnar. Ef til vill lægi beinast við, ef við
teljum yfirleitt að Nietzsche sé einhver alvara með því, að skilja það út frá
þeim orðum í Svo mœlti Zaraþústra að maðurinn verði í samanburði við
ofurmennið eins og apinn í samanburði við manninn, sem sé í dýraffæði-
legum skilningi og þá náttúrlega út frá þeirri kenningu um þróun tegund-
anna að ein þróist út af annarri. Og þegar ofannefndar forsendur um
manninn sem effirmynd sjálfs Drottins teljast brostnar, er auðvitað fullkom-
lega ástæðulaust að líta á manninn sem endastöð í því kostulega ferli.
En hitt er svo annað mál að hversu vel sem slíkt ofurmenni yrði nú úr
garði gert úr samspili litninga og erfðavísa eftir nokkrar milljónir ára, þá
kemur það þeim er lifa hér og nú harla lítið við. Það er því freistandi að leita
ofurmennisins nær okkur í tíma og þá af skiljanlegum ástæðum fremur í
34
TMM 1997:3