Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 39
„BARA FLÓN! BARA SKÁLD! “
heldur ekki að beina sjónum að sjálfum sér, þar sem hann birtist í líki
hyrjarloga en einnig himintungls, svo sem í ljóði er nefnist „Stjörnusiðferði"
og hefur að geyma á einkar samþjappaðan hátt kjarnann í siðaboðskap hans
og þær ströngu kröfur til sjálfs sín um óhagganleika sem hann vildi gera:
Á hringferð, stjarna, um himinsvið,
hvað kemur myrkrið þér þá við?
í sælli rósemd renn þitt skeið.
Sé þér sama um heimsins neyð!
Fjarlæg veröld á þig ein.
Öll vorkunn sé þér synd og mein!
Því eitt boð áttu: Vertu hrein!
Þó er hann enn meir í essinu sínu, þegar hann sleppir allri samþjöppun en
gefur sér lausan tauminn í miklum langlokum, í fyllsta máta opnum og
útleitnum, sem hann nefnir Díonýsosar-diþýramba eða Bakkusarblót-
söngva og bregður sér þar gjarna sjálfur í gervi guðsins. í þessum söngvum
sameinar hann gamalt og nýtt, eins og honum var lagið, því söngvarnir eru
ortir undir frjálsum brag, byggðum á hljóðfalli og hrynjandi að forngrískum
hætti, en hafa jafnffamt orðið til að ryðja þeim nýstefhum braut er nefnast
expressíonismi á þýsku svæði en nýrómantík á Norðurlöndum, og bregður
hann þar fýrir sig háværum upphrópunum og áleitnum myndhverfmgum
og stundum einnig talsverðri sjálfshæðni, svo sem í þessu ljóðbroti:
Bara flón! bara skáld!
bara fleiprandi stöðugt,
úr flónsku-grímum fleiprandi stöðugt,
sem stikandi um
á orða-tálbrúm
á lyga-regnbogum
loginna himna
líður, læðist:
Bara flón! bara skáld!
TMM 1997:3
37