Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 53
Vilhjálmur Árnason
Grímur manns og heims
Látbragðslistin í heimspeki Nietzsches
Nietzsche notar ekki oít hugtakið „gríma“ í verkum sínum, en það
er áberandi í hvert sinn sem því bregður íyrir. En þótt orðið sé
sjaldgæft sést við nánari skoðun að hugtök sem tengjast grímunni,
á borð við látbragð, blæja, skikkja, hlutverk, leikrit og leikur gegnsýra text-
ann.Ætlun mín í þessari ritgerð er að sýna að þessi hugtök „látbragðslistar-
innar“ séu mikilvæg til skilnings á heimspeki Nietzsches. Notkun hans á
grímutengdum orðum er afar þýðingarmikil bæði fýrir hugsun hans um eðli
veruleikans og einnig fyrir endurmat hans á tilvist manna og gildum. Meg-
inkostur þess að ræða hugsun Nietzsches í ljósi grímunnar er hin djúpa
margræðni þessa hugtaks. Það er sífelld spenna milli þeirra eiginleika
grímunnar að afhjúpa og að fela og þessir tveir eiginleikar eru ekki andstæð-
ur heldur samtvinnaðir. Þrátt fyrir að yfirhylming sé megineinkenni hennar
er hún hún líka leið að sannleikanum: Hún getur bæði staðið fýrir blekkingu
og það sem Nietzsche kallar „sanna blekkingu". Hana má nota til að fela og
flýja en einnig til að leiða í ljós og skapa.
Viðhorf Nietzsches til veruleikans er af ætt Heraklítosar: Allt er á stöðugri
hreyfingu og undirselt látlausri verðandi. Það er engin greinarmunur á ‘sýnd’
og ‘reynd’; veruleikinn er eins og hann er skynjaður í lifaðri reynslu. Allar
hugmyndir um veru í sjálfri sér utan og ofan við skynheiminn, sem svo mjög
setja svip sinn á vestræna frumspeki, eru af rót tómhyggjunnar. Þær eru til
marks um óhæfilegar kröfúr um algilda og örugga þekkingu og um skort á
sálarstyrk til að gangast við veruleikanum eins og hann er. En með því að
segja að sýndin sé allt sem er, felst Nietzsche ekki á þá raunhyggju sem telur
sig finna merkingarbærar skynreyndir í beinni reynslu. Frá bæjardyrum
Nietzsches er ekkert „þarna“ sem hægt er að endurspegla á þennan hátt; um
leið og sýndin tekur á sig form og mynd þá er hún ekki „empírísk staðreynd“
heldur túlkun. Ég kalla þessar túlkanir veruleikagrímur og í raun eru þær
grímur hvata okkar:
TMM 1997:3
51