Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Side 56
VILHJÁLMUR ÁRNASON
sé takmarkað og hlutdrægt, að minnsta kosti á mælistiku hefðarinnar, er það
einnig forsenda sannleika og þekkingar. Hættan felst í því að alhæfa ein-
hverja eina túlkun eða sjónarhorn og að útiloka þátt lífsaflanna í túlkunum
okkar. Hvert takmarkað sjónarhorn gefur sem slíkt afbakaða og villandi
mynd. Þar með er ekki sagt að til sé eitthvað í sjálfu sér sem megi afbaka,
einhver endanlegur sannleikur sem alltaf gengur okkur úr greipum. Það
merkir fremur að enginn slíkur sannleikur sé til og einungis með því að
gangast við margbreytileika sjónarhornanna sé hægt að vera trúr hinni
fjölþættu reynslu. Nietzsche kallar þetta ‘ástríðufulla’ hlutlægni:
þvífleiri hvötum sem við leyfum að tjá sig um hvert atriði, þvífleiri
augu, ólík augu sem við höfum til að skoða hvern hlut, þeim mun
fyllra verður „hugtak“ okkar um þann hlut, þeim mun meiri „hlut-
lægni“ GM.III, 12.
Meginstefið í framansögðu er að veruleikinn sé óhjákvæmilega grímuklædd-
ur. Við sögðum að sérhver túlkun væri sett fram undir takmörkuðu sjónar-
horni sem felur í sér vissa blekkingu. Engu að síður eru sumar túlkanir meira
viðeigandi en aðrar; sumar grímur dylja einungis, aðrar miða ekki að því að
blekkja heldur reyna að afhjúpa á sannan hátt. Eins og undanfarandi um-
fjöllun gefur til kynna ræðst það hve sönn túlkun er af tvennu (eða tveimur
hliðum sama fyrirbæris): Annars vegar er hún opin fyrir fjölþættri reynslu
og sýnir hinn auðuga margbreytileika sjónarhorna. Hins vegar er hún trú
hinum mennska veruleika og viðurkennir hlutverk ástríðna og eðlishvata í
túlkunarferlinu, með ástríðufullri hlutlægni.
Einkenni þess sem birtist ræðst af sjónarhorninu og því er gríman ákvörð-
uð af gagnvirkni heims og manns, túlkandanum. En hver er þessi túlkandi?
„Sjálfið“ er alveg jafn mikið túlkunarverkefni og allt annað. Líkt og engin
vera er að baki ásýndar veruleikans þá er ekkert hefðbundið, eiginlegt sjálf
að baki túlkuninni. Sjálf túlkandans er ekki „ég“ heldur „það“ eða sjálfsveran
sem af eðlishvöt leysir orku sína úr læðingi.
... hugsun kemur þegar „hún“ vill en ekki þegar „ég“ vil; þannig er
þa ðfölsun á staðreyndum að segja: ffumlagið „ég“ er skilyrði umsagn-
arinnar „hugsa“ [. ..;] jafhvel með „það hugsar“ er of langt gengið:
þetta „það“ ber í sér túlkun á ferlinu og tilheyrir ekki ferlinu sjálfu.
Hér er ályktað eftir málfræðivenjunni... HGI 17.
Heimurinn er ákvarðaður af viljanum sem við veitum í hann. Athafnir okkar,
sem leiða í ljós túlkanir okkar á heiminum, eru tjáning ástríðna okkar og
54
TMM 1997:3