Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 57
GRÍMUR MANNS OG HEIMS
langana. Breytni manna, birting okkar í heiminum, ræður því úrslitum.
Túlkunin sem bregður grímu á veruleikann og fær hann til að birtast leiðir
jafnframt túlkandann í ljós. Við stígum ffam í athöfnum okkar og túlkunum.
f þessum skilningi er gríman skilyrði sjálfsins, leið þess til að birtast. ‘Sjálfið’
er líka gríma og röð af grímum í stöðugri ummyndun.
Uppgerðarlistin er sérkennandi fyrir manninn og á rætur í vitsmunum
hans. Umbreyting hvatanna í meðvitaða rökhugsun er undirstaða skilnings-
listarinnar, „sem er listin sem leyfir okkur að bera grímur" (KSA 11,35 [9]).
Yfirvegun fjarlægir manninn frá náttúrunni og þetta rof er forsenda lát-
bragðs og uppgerðar. í krafti þessarar fjarlægðar erum við mennsk og getum
þar með borið grímur.
Vitsmunirnir þjóna því hlutverki að viðhalda einstaklingnum og er
megintilgangur þeirra að villa á sér heimildir. [...] Listin að villa á sér
heimildir nær hámarki hjá mannskepnunni: hér eru allsráðandi
blekking, skjall, svik og prettir, baktal, yfirborðsmennska, tildur,
grímuklæðnaður, hulur hefðarinnar, sýndarmennska gagnvart sjálf-
um sér og öðrum, í stuttu máli sagt eitt allsherjar flökt í kringum
hégómans eilífa loga. USL, 16.
Látbragðslistin kemur sér sérstaklega vel fyrir þrælasiðferðið - það siðferði
sem á rætur í kjörum hinna undirokuðu - vegna þess að það getur ekki
gengist við eigin hvötum. Yfirvegun verður lífsnauðsynlegt skilyrði tilvistar
þrælsins sem verður alltaf að fara krókaleiðir og leita óbeinna leiða til
athafna. Stöðug gagnrýni Nietzsches á siðferðið beinist að þessu atriði.
Siðapostular þurfa að hafa á sér yfirbragð dygðarinnar, einnig yfir-
bragð sannleikans, þeir gera þá fyrst mistök þegar dygðin nær tökum
á þeim, þegar þeir missa tökin á dygðinni og þeir verða sjálfir siðferð-
isverur, verða sannir. Eitt af því sem góður siðapostuli þarf að hafa til
að bera eru góðir leikhæfileikar; áhættan sem hann tekur er að
leiktilburðirnir verði honum óvart eiginlegir, því það er guðleg hug-
sjón hans að halda eðli sínu og athöfhum aðskildum. KSA 13,11 [54].
Þetta er ein ástæða þess að Nietzsche metur mikils hina „göfugu kynþætti“.
Hegðun þeirra er óyfirveguð og hreinskiptin, öfugt við hina yfirveguðu,
útpældu hegðun sem einkennir hinn „útsmogna þræl“. Hinn göfugi maður
tjáir hvatir sínar og ástríður á óheftan hátt. Hið „göfuga“ við þetta er
hreinskilni og trúmennska við mannlegt eðli. Það er einmitt í hinni sjálf-
sprottnu athöfn og ræðu sem við erum sannarlegast ‘við sjálf’. Bæling
hvatanna sem svo mjög einkennir hina andlíkamlegu frumspeki þrælanna
er lífsafheitandi, þótt hún marki upphaf siðmenningar. ‘Skynsemin’ er að-
TMM 1997:3
55