Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Qupperneq 70
ARTHÚR BJÖRGVIN BOLLASON
ing; höfundurinn reynir að blása lífi í þetta lík með galdri orðsins,
með margvíslegum, látlausum endurlífgunartilraunum. Að lokum
kristallast orðalagið, líkt og í fyrsta kasti, slípað og hnitmiðað.“18
Það hefur áður komið fram, að Nietzsche var tamt að grípa til orða úr
tónlistarmáli, þegar hann fjallaði um stíl. Tónlistin gegndi líka mikilvægu
hlutverki í hugmyndum hans um hinn díonýsíska frumkraft í listsköpun og
sálarlífi manna. í þessu samspili tónlistar og heimspekilegrar orðræðu krist-
allast sú lífssýn Nietzsches að lífið sé einungis réttlætanlegt sem „fagurfræði-
legt fýrirbæri“, m.ö.o. sem listaverk. Þessi samruni heimspeki og tónlistar
nær með vissum hætti hámarki í seinni hluta „Handan góðs og ills“, þegar
Nietzsche ffeistar þess að lýsa meginásetningi orðræðu sinnar um siðferðið
með því að bregða upp lítilli, en áhrifaríkri „tónlistarmynd":
„Ég gæti ímyndað mér tónlist sem fæli í sér þann fágæta galdur að
þekkja hvorki gott né illt framar. Endrum og sinnum bæri þar ef til
vill fyrir heimþrá sæfarans, einhverja gullna skugga og ljúfsáran
vanmátt: list sem úr órafjarska sæi liti hnignandi veraldar, siðferði-
legrar veraldar sem orðin væri nærri því óskiljanleg, flýja í áttina til
sín og væri nógu örlát og djúp til að taka við svo síðbúnum
flóttamönnum."19
Aftanmálsgreinar
1 Friedrich Nietzsche, Handan góðs og ills, Reykjavík 1994, bls. 70
2 Halldór Laxness, Heimsljós I, Reykjavík 1990, bls. 89
3 Handan góðs og ills, bls. 407-408
4 Friedrich Nietzsche, Werke in drei Bánden, útg. Karl Schlechta, l.b. bls. 24
5 Handan góðs og ills, bls. 83
6 sama rit, bls. 81
7 sama rit, bls. 87
8 sama rit, bls. 403
9 sama rit, bls. 404
10 Þórbergur Þórðarson, Einum kennt, öðrum bent, Reykjavík 1971, bls. 234.
11 Sigfús Daðason, Nietzscheskýring Thomasar Manns, í Afmælisriti Kristins E. Andréssonar,
Reykjavík 1961, bls. 135
12 sjá: Handan góðs og ills, bls. 63
13 Handan góðs og ills, bls. 335
14 Þórbergur Þórðarson, Einum kennt, öðrum bent, bls. 234
15 sama rit, bls. 235
16 Handan góðs og ills, bls. 127
17 Halldór Laxness, Skáldatími, Reykjavík 1963, bls. 72
18 Colli, Nach Nietzsche, Hamburg 1993, bls. 34
19 Handan góðs og ills, bls. 335
68
TMM 1997:3