Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Page 72
Jón Karl Helgason
íslenska stjarnan
Fá fræðirit hafa vakið jafn hatrammar deilur meðal sagnfræðinga á undan-
förnum misserum og Gularstjörnur-blárgrunnur: Saga Vestrænasambands-
ins (New York: Random House 2067) eftir dr. Ajon Thiss, prófessor við
háskólann í Torino. Dr. Thiss, sem er sérfræðingur í réttarheimspeki og
hagsögu, hikar ekki við að setja fram ögrandi en illa rökstuddar kenningar
um þróun og starfshætti sambandsins, einkum um aldamótin síðustu þegar
vöxtur þess var hve örastur.
Umfjöllun dr. Thiss í XIX kafla um fyrrum þjóðríkið ísland er þessu marki
brennd. Eftir að hafa rakið viðurkenndar staðreyndir um hlut íslendinga í
sameiginlegum verkefnum sambandsþjóðanna, aðild þeirra að gildandi við-
skiptasáttmálum og afdrifaríkar breytingar á íslenskri löggjöf, fullyrðir hann
að „þetta norðlæga smáríki hafi horfið í sambandið mun fyrr en almennt er
talið“ (s. 201). Svo virðist sem prófessorinn styðjist í þessu atriði ekki við
annað en vafasama munnlega heimild, vitnisburð eina eftirlifandi fulltrúans
í samninganefnd sambandsins frá þessum tíma, en samkvæmt honum var í
gildi flókið samkomulag (sem fáum var kunnugt um!) þar sem tekið var mið
af „sérstöðu íslands", líkt og íslenska samninganefndin krafðist.
Til marks um óhefluð vinnubrögð dr. Thiss má hafa eftirfarandi neðan-
málsgrein sem hann étur gagnrýnislaust upp eftir hinum elliæra heimilda-
manni sínum.
XIX:44 [...] „Þegarkomaðþvíaðbætanýrristjörnuáfánasambands-
ins gerðu íslensku fulltrúarnir kröfu um að hún yrði öðru vísi á litinn
en hinar stjörnurnar. Eftir að hafa ráðið ráðum okkar sögðum við að
þetta væri auðsótt mál, svo framarlega sem þingið i Brussel fengi að
velja litinn. [...] íslendingarnir gengu að þessu oggátu ekkert aðhafst
þegar samþykkt var samhljóða að íslenska stjarnan yrði blá.“
70
TMM 1997:3