Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 83
JÓHANN MAGNÚS BJARNASON mótaðir menn: höfðu fram að því fremur bergt af brunni evrópskra mennta gegnum leiðslur frá Kaupmannahöfn. Halldór Laxness hefur í grein um Einar Kvaran nefnt þá uppreisn sem hann gerði í bókum sínum gegn stíl íslendingasagna, og telur hann frumkvöðul í „nútímamáli" á bókum, en þann sess gæti Jóhann Magnús allt eins skipað við hlið honum. Reyndar er það svo þegar tekin er bók eftir Jóhann Magnús, að maður verður undir eins gripinn af þessum einfalda en látlausa talsmáta, sem er tiltölulega óbundinn af málkækjum samtíma hans, og rennur áfram einsog lind, hvergi fyrndur eða hnúskóttur, alltaf eðlilegur og blátt áffam. Sjálfur taldi Jóhann Magnús íslensku sinni vera mjög ábótavant, hafði augljósa vanmáttarkennd gagnvart þeim sem sátu heima við uppsprettur málsins, og í ritdómum var líka hert á því að þessi höfundur væri staddur í þjóðasollinum vestra og væri varla von á almennilegri íslensku úr þeirri átt; jafnvel Stephan G. Stephansson fékk að heyra eitthvað slíkt á stundum. Það var raunar Stephan G. sem skrifaði einn af fyrstu dómum um bækur Jóhanns Magnúsar, það var um Ljóðmæli hans sem komu út hér heima árið 1898. Stephan fór mildum höndum um kvæði þessa unga skálds. Þeir voru dálítið kunnugir, og kannski hefur Stephan viljað hjálpa honum eitthvað áleiðis, en samt er dómurinn ekki neitt klapp á bakið, heldur skýr og glöggur leiðarvísir að innsta kjarnanum í skáldskap Jóhanns Magnúsar. Stephan fer ekki í neinar grafgötur um að þarna sé hann að taka sín fyrstu skref og haltri og hrasi nokkuð í brekkunni, en um leið er hann þess fullviss að hann komist upp sínar torfærur og sér að þarna fer raunverulegt skáld. Hann einsog ýjar að því sem síðar verður: að mannlýsingar láti honum best, og vera má að þessi dómur hafi haft sitt að segja í huga Jóhanns Magnúsar þegar hann tekur að einbeita sér að sagna- gerð. Með Stephani og Jóhanni tókust merkileg bréfaskipti sem hafa verið prentuð og þar kemur ljóslega fram sú virðing sem yngri maðurinn bar fyrir hinum eldri, og þar má líka rekja sig milli áhrifavalda Jóhanns, því hann nefnir iðulega skáld og ritverk sem hann hafí verið að lesa. Jóhann var hrifhæmur með afbrigðum og las geysimildð alla tíð. Það ritverk hans sem mest er að vöxtum og hann bjó til prentunar síðustu ár sín, er dagbók hans, þar sem hann ræðir með einlægum hætti sitt innra líf og ekki síst þau áhrif sem Iesefhi hefur haft á hann. Til stóð að gefa þessa dagbók út með ritsafni hans, en af því hefur enn ekki orðið, og hún liggur óprentuð að mestu, aðeins örfáir kaflar hafa birst í vestur-íslenskum blöðum og tímaritum. Af þeim brotum er hinsvegar ljóst að dagbókin á fullt erindi á prent, og er um margt sérstæð. Ytri atvik eru ekki fyrirferðarmikil, heldur einskonar stiklur á endalausu ferðalagi hans inn á við. Jóhann Magnús var leitandi maður, og hætti aldrei leit sinni, hún stóð alla hans ævi. TMM 1997:3 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.