Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 87

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 87
JÓHANN MAGNÚS BJARNASON nokkurn hátt. Gáfa Jóhanns er fínofin og smágerð, en hún er upprunaleg engu síður en gáfa Stephans, og skilar okkur fyllri mynd af lífi Islendinga á fyrstu árum byggðar vestur í Kanada en annars hefði fengist. Stephan dregur upp tröllauknar myndir með koli, en Jóhann teiknar létt í bleki. Og utan við allt „menningarsögulegt“ gildi er svo þetta óskilgreinda, en dýrmæta listgildi og gerir það að verkum að við lesum þessa menn enn í dag, okkur til ánægju og uppbyggingar. Jóhann Magnús taldi sig vart til listamanna, að minnsta kosti ekki þegar illa lá á honum í bréfum til skáldbróður (eða skáldföður?) síns Stephans, en vinnubrögð hans taka af allan vafa. II Jóhann Magnús Bjarnason fæddist að Meðalnesi í Fellum í Norður-Múla- sýslu 24. maí 1866. Níu ára gamall, árið 1875, fluttist hann vestur um haf með foreldrum sínum. Dvöl hans vestra varð því rétt 70 ár, því hann lést að heimili sínu í Elfros í Saskatchewan-fylki í Kanada þann 8. september 1945. Hann tregaði alltaf bernskustöðvarnar, og sagði vini sínum, Eyjólfi S. Guð- mundssyni í Tacoma í Washington í sendibréfi árið 1930: „Maður á ávallt angurblíðar minningar frá æskuárunum, sem maður vill hlúa að og má ekki gleyma, jafnvel þó þær veki sársauka og trega í hjartanu. — Ég man vel eff ir litlum hvammi við Lagarfljót í Fljótsdalshéraði, þar sem ég eitt sinn grét fögrum tárum, átta ára gamall drenghnokki. Sá hvammur er í huga mínum bjartasti bletturinn á jarðríki. Og ef einhver kunningi minn færi um þær slóðir í sumar, þá mundi ég biðja hann að taka ljósmynd af þeim dýrðlega töfr ahvammi. Ég veit, að ég fæ aldrei að líta þær stöðvar á ný með líkamlegum augum mínum.“ Fyrir vestan stundaði hann lengst af kennslustörf í Manitoba-fylki, og skrifaði meðfram í stopulum frístundum, einsog lengi hefur verið með íslenska rithöfunda. öllum ber saman um að hann hafi verið upplagður kennari, en honum fannst þó kennslan lýjandi þegar frá leið, og draga frá sér kraft til ritstarfa. Hinsvegar var hann fátækur alla tíð og varð að sjá sér og fjölskyldu sinni farborða með þeim hætti. Þessi saga hljómar kunnuglega. Skólaganga hans varð ekki mikil, hann var að mestu leyti sjálffnenntaður. Hann bjó yfir óslökkvandi fróðleiksþorsta einsog títt var um fátæk íslensk ungmenni og varð með tímanum gagnmenntaður á sína vísu. Hann fer snemma að birta skáldskap, rétt upp úr tvítugu í íslensku blöðunum vestra, og fyrsta bók hans, Sögur og kvæði, kom út í Winnipeg 1892. Skemmst er frá því að segja að sú bók vakti ekki mikla athygli, og vantar líka töluvert á að skáldið hafi þar fundið sjálft sig. Næsta bók hans, Ljóðmæli, kom svo út árið 1898 einsog áður er getið, og nú greip vestur-íslenski risinn, Stephan G. TMM 1997:3 85
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.