Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 88

Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Blaðsíða 88
GYRÐIR ELÍASSON Stephansson, til pennans og skrifaði vingjarnlegan dóm um þessi kvæði, vóg þau og mat af sanngirni og innsæi og spáði vel fyrir þeim sem orti. Einnig ritaði Guðmundur Finnbogason vinsamlega um kverið. Þetta hefði átt að verða Jóhanni Magnúsi nokkur uppörvun til frekari kveðskapariðkana, en nú brá svo við að hann hætti að yrkja kvæði og einbeitti sér að sagnagerð upp frá því. Á árunum 1899-1903 kom út í þremur bindum eftir hann löng skáldsaga, Eiríkur Hansson. Þetta er saga sem lýsir á raunsannan hátt lífi íslenskra frumbyggja í Nýja-Skotlandi. Jafnframt eru í henni sjálfsævisögu- legir þræðir, þótt framar öllu sé hún skáldverk. Um það bil aldarfjórðungi síðar gaf Gunnar Gunnarsson út Fjallkirkjuna, annar „útlagi“ sem líka tengist Fljótsdalshéraði, og ef vel er að gáð má finna hliðstæður og líkindi með þessum tveimur verkum, sem tæplega eru einber tilviljun. Jóhann Magnús varð í einni svipan víðlesinn og vinsæll höfundur með þessari sögu, og upp frá því var hann eitt mest lesna sagnaskáld á íslandi og í byggðum íslendinga vestra um áratugi. Nú er hann sáralítið lesinn, en þó er enn eldra fólk sem heldur upp á Jóhann Magnús Bjarnason öðrum rithöfundum fremur og telur hann búa yfir töfrum sem aðrir hafi ekki á valdi sínu. Vel er hægt að taka undir þá skoðun. Sögur hans eru undarlega grípandi, og yfir þeim hugðnæmur blær sem er sjaldfundinn á síðum bóka, einsog maðurinn sjálfur sé kominn í heimsókn og tali þessum lága milda rómi, segi frá margvíslegum örlögum manna vestur í hinni stóru álfu. Því meginhluti af höfundarverki Jóhanns Magnúsar gerist í Vesturheimi. „Skáldskaparlega séð“ er Kanada hans heimaland, en það er ævinlega mannað fólki af íslensk- um ættstofni, fólki sem tekur með sér gamla landið í sálinni þangað sem það er komið. Að þessu leyti minnir Jóhann Magnús á bandaríska höfundinn William Saroyan, sem var af armenskum uppruna, og skrifaði yfirleitt um fólk sem hafði tekið með sér sitt gamla land yfir hafið. Að sjálfsögðu eru mýmörg dæmi um slíka höfunda, og ekki síst síðustu ár hefur slíkum ritum verið sýndur sérstakur áhugi í Ameríku. Fáeinum árum eftir útkomu Eiríks Hanssonar birtist önnur löng skáld- saga eftir Jóhann Magnús í tveimur bindum, og þá bregður hann sér til Suður-Ameríku. Þetta er bókin Brasilíufararnir, sem kom út 1905-8. Ekki er mér kunnugt um að Jóhann Magnús hafi nokkru sinni komið til Brasilíu, og ekki veit ég hversu mikið hann hefur stuðst við heimildir um landnám íslendinga þar. Umfram allt er þetta ævintýrasaga, dásamlega fjörlega skrif- uð, og full af furðulegustu ævintýrum. Sjálfur konungur ævintýrasagnanna á þessu tímabili, Rider H. Haggard (sem reyndar var mikill íslandsvinur og skrifaði skáldsögu upp úr íslendingasögum), hefði verið fullsæmdur af þessari bók. Þarna er stundum saga innan í sögu innan í sögu einsog tekin sé sundur rússnesk babúska. Sagan sýnir vel fjölþætta skáldskapargáfu Jó- 86 TMM 1997:3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.