Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 90
GYRÐIR ELÍASSON
að hinu gagnstæða, því sitt sýnist hverjum, og það á ekki síst við um „meint“
bókmenntaáhrif.
Árið 1910 (ÞegarHalldórLaxnessvaráttaáragamall) gaf JóhannMagnús
út smásagnasafnið Vornætur á Elgsheiðum. I upphaflegu útgáfunni eru þar
sjö sögur, en síðar var bókin endurútgefin aukin undir sama titli. Þarna
fléttast saman ævintýrablærinn og hversdagsraunsæi úr lífi ífumbyggjanna
sem fyrr. Yfirbragðið er þannig að maður fer jafnvel að freistast til að grafast
fýrir um sannindi þessara sagna. En það mun vera að fara í geitarhús að leita
ullar, því Jóhann Magnús var skáld, fyrst og síðast. ímyndunaraflið er
verkfæri hans, og með því smíðar hann fólk og heima. Löngu síðar, árið 1928,
kom annað safn smásagna hans, Haustkvöld við hafið, en þar í voru sumar
af elstu sögum hans innan um, og höfðu birst áður í tímaritum. Þetta safh
er eftilvill ójafhara að gæðum en hitt, og ræðst það meðal annars af þessum
eldri sögum, en þó eru þar sögur sem standa jafnfætis því besta eftir hann,
og sýna svo ekki verður um villst að Jóhann hafði mikinn metnað sem skáld
og vill fara eigin leiðir. Þótt andblæ erlendra stórhöfunda samtímans bregði
vissulega fýrir, er sterk persónuleg vitund hans um söguefni sitt og hvernig
skuli taka á því einnig til staðar.
Árið 1935 kom barnasagan Karl litli. Þar ræður ævintýrið ríkjum án
mikillar íhlutunar veruleikans. Að sumu leyti er þessi ævintýrasaga markaðri
utanaðkomandi andblæ en önnur verk hans. Þarna bregður fýrir andrúms-
lofti úr gamanleikjum Shakespeares, frásögnum H. C. Andersens, og Undra-
landi Lewis Carrols, auk þess minnir sumt á Sigurbjörn Sveinsson. Þó er það
einsog fyrr, Jóhann Magnús sveigir flesta tauma undir sitt eyki. Sem listaverk
er þessi barnasaga þó full sundurlaus og móðukennd til að standast tímans
tönn eins vel og margt annað sem hann sendi frá sér. Þó eru í henni fjörlegir
sprettir þar sem eiginleikar hans njóta sín til fulls.
Á efri árum hneigðist Jóhann Magnús meir og meir til ævintýra í ómeng-
uðu formi: hann mun alls hafa samið um 80 stutt ævintýri eða dæmisögur
sem birtust í ýmsum blöðum og tímaritum bæði hér heima og vestra. Hann
hóf feril sinn sem raunsæismaður, með noklcrum kvæðum og sögum, um
miðbikið runnu þessir tveir straumar í eitt, en að lokum hafði „ævintýra-
maðurinn" yfirhöndina, enda minnir margt í persónuleika Jóhanns á
„ævintýraskáldið góða“, H. C. Andersen: barnsleg einfeldnin samhliða skörpu
auga á misfellur mannlífsins, og góðsemi sem skilar sér alla leið gegnum
letrið á frásögnum þeirra. Þessi ævintýri Jóhanns Magnúsar voru prentuð á
bók ári eftir lát hans. Og einsog í Karli litla má finna létta snertingu danska
skáldsins, en líka koma saman straumar úr öðrum áttum: frá hinum raun-
verulegu ff umbyggjum Ameríku; þjóðsagnir og goðsagnir indíána samþætt-
88
TMM 1997:3