Tímarit Máls og menningar - 01.09.1997, Síða 101
GAMANBRÉF TIL GÓÐKUNNINGJA MÍNS
margra afritara okkar fornu bóka, stílsnilld Snorra vex að sögn, því fjær sem
dregur frá frumritinu í tíma.
Þetta er vond kenning, segja aðrir, tungan á að vera fögur, vel ættuð, göfug
og hrein. Helst fornleg og kryddlaus. Hún á að vera sem ósnortin jómffú.
Engir útlendir orðaleppar skulu fá leyfi til að kássast upp á hana!
Jómfrúin hafði nú reyndar misst meydóminn áður en henni var fleytt til
landsins á haffæranda knörrum. Og hún er ekki aft urbatapíka, og verður það
seint sem betur fer, því ekki er hægt að vera í senn kona frjósöm og skírlíf.
öll erum við sammála um frjósemi tungunnar, maður lifandi!
Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum hefur tónlist og það sem henni
heyrir, næstum ein mannlegra viðfangsefna, sloppið framhjá íslensku hrein-
tungulögreglunni. Og það hefur, að því ég best veit, ekki skaðað íslenskt
tónlistarlíf. Við syngjum sálma í moll og dúr, sungum þá meira að segja á
grallara áður fyrr, í dag leikum við sónötur og rapsódíur á píanó og orgel, við
förum á symfóníutónleika og hlustum á óbókonsert, föllum í væran blund í
adasjókaflanum, hrökkvum upp þegar prestókaflinn brestur á, við spilum á
harmóníku og dönsum menúett, masúrka, polka, vals og ræl þegar vel liggur
á okkur, rokkum jafnvel, tjúttum eða tvistum, við reynum að blása laglínu á
saxófón og klarínett, básúnu, fagott og trompet, sörgum á selló, glömrum á
gítar eða förum einfaldlega í óperuna að hlusta á heimsfræga sópran- alt-
tenór- fcassa-söngvara frekar en að hlusta á grammófóninnl
Æ, kæri Ólafur, hverju værum við bættari, þótt hreintungulögreglan hefði
gert öll þessi hljóðfæri upptæk í flæðarmálinu og skilað þeim aftur sem
slaghörpu, blásturshörpu, knéfiðlu, tónbaulu (saxófónn), háviði (óbó), fágæti
(fagott) eða strengleik (gítarfi??
Ég hef hvergi séð á prenti fræði þau og forskriftir sem hljóta að liggja til
grundvallar nýyrðasmíði og tungulöggæslu, nema það sem áður er umrætt,
að orð eigi ekki að vera illa œttuð, þá líklega ekki úr dönsku, ensku og þýsku.
Og líklega engin sorablanda tveggja eða fleiri ættsmárra tungna. Sjálfur hef
ég stundum verið að reyna að flokka nýyrði, einkum þau sem mér virðast
afstyrmi. Og það eru þau nú reyndar flest. Þar hef ég einkum látið fjölda
atkvæða og orðstofna stjórna flokkun, og reyndar líka gæðamati mínu.
Hrúgur kalla ég að gamni mínu þrístofna nýyrði, eins og „hrein-tungu-
stefna,“ hrauka kalla ég fjórstofna nýyrði, eins og „hrein-tungu-stefnu-mað-
ur,“ og hröngl allt sem er umfram það, eins og „hrein-tungu-lög-reglu-stöð,“
sem sumir kalla svo. Þegar fjöldi orðstofna riðlar hver á öðrum eins og lamb-
hrútar í haga og atkvæðafjöldi orðsins nálgast tug, þá þykir mér nefnilega
miður. Og ég er alveg sammála gömlu, góðu kenningunni um að fækkun
atkvæða frá frumgermönsku til nútímamáls sé eðlileg þróun tungumáls til
einföldunar og aukinnar nákvæmni. Ég er meira að segja svo óforskammað-
TMM 1997:3
99