Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 19

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 19
Á FJÖLUNUM í HÖFN danskra stúdenta yfir því, að sumir þessara pokalegu sveitamanna sköruðu fram úr í námi, hrepptu jafnvel stundum gullmedalíur Hafnarháskóla sem keppt var um með fræðilegum ritgerðum. Enn kemur það til, að þó svo íslendingar hefðu verið öldum saman þegnar Danakonungs, átt sem því svarar Kaupmannahöfn að höfuðborg um langar stundir, verið þar margir við háskólanám, vísindastörf, lagt stund á ýmsar iðnir og svo framvegis, sumir komizt jafnvel til mikilla metorða í þjónustu konungs, þá virðast þeir aldrei á þeim tíma, hvorki háir menn né lágir, hafa reynzt áhugaverðar persónur á leiksviðsfjölum í Höfn fyrr en í gamanleikn- um eftir Hertz. Og því er nokkur von að fyki í Hafhar-íslendinga sumarið 1860, þegar kvisaðist að samið hefði verið leikrit þar sem í væri „dónalegur íslendingur, og allt fært á versta veg“. Ekki skal sagt, hvort forvígismenn leiklistar hér á landi könnuðust við Besöget i Köbenhavn, enda þótt þýdd væri dobía af dönskum sviðsverkum. Persóna með íslenzku svipmóti, sem skákað var ffam í Kaupmannahafnar- lífinu, Skalholt stúdent, hefði ein sér átt að duga til þess að leikritið yrði sett hér á svið, persóna nýstárleg leikhúsgestum. En til þess kom aldrei því miður. Kannski þekktu einhverjir íslenzkir leikhúsmenn verkið þrátt fyrir allt, en vildu ekki að landar þeirra kynntust dönskum spéskap sem þeim fannst að bitnaði á þeim sjálfum. En um þetta verður ekki farið frekari orðum. V Sturle Sigurdson Skalholt - nefndur svo í skrá yfir persónur, en ávallt Skalholt í sjálfu leikritinu - kemur ekki við sögu fyrr en undir lok fyrsta þáttar. Þá birtist hann á heimili j ústitsráðsins, til þess fenginn að halda Ágústi til bókar, aga hann og leggja honum hollar lífsreglur. Enginn í fjölskyldunni þekkti til Skalholts. Háskólaprófessor, gamall vinur jústitsráðsins, mælti með ráðningu hans, og gerði jústitsráðið sér fyrir fram háar hugmyndir um mikilvægi þess að fá ungan og dugmikinn menntamann á heimilið, ekki aðeins Ágústi til gagns og blessunar, heldur hugðist húsbóndinn sjálfur færa sér í nyt menntun þessa manns, jafnt í heimspeki og raunvísindum sem í ritmennt, honum þótti sem yngri menn væru vaxnir sér yfir höfuð að þekkingu, fann einkum sárt til þess að fulltrúi hans á skrifstofunni gæti hvenær sem honum þóknaðist ert hann með heimspekihrafli. „Slíkt er ótækt, Poulsen!" segir hann við óðalsbóndann. „Maður verður að fylgjast með tímanum.“ Skalholt er Garðstúdent (þ.e. til húsa á Regensen) og hafði lokið prófi úr TMM 1998:1 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.