Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 20
HANNES PÉTURSSON
Bessastaðaskóla fyrir liðlega tveimur árum. Hann kveðst vera þrjátíu og sjö
ára að aldri. Jústitsráðinu þykir hann hafa byrjað seint háskólanámið í Höfn.
Skalholt svarar og segir:
„Ja, efter min Farbroders Död forestod jeg i 5 Aar en lille Handel for hans
Enke; siden var jeg 3 Aar hos en Hreppstyrer, og saa fik jeg Skolen."
Skalholt er prýðisdrengur, en seinheppinn, viðutan og stirðlegur í hreyf-
ingum. Ágúst setur ofan í við leiðbeinanda sinn íyrir það, hvernig hann beri
sig, hann megi til með að ganga, standa og sitja öðruvísi en hann geri, temja
sér, yfirleitt, annað fas. „Med Deres Tournúre“ segir hann, „tager De Dem
ikke engang ud paa Regensen, endsige i Justitsraad Vinges Huus.“
Brátt rennur upp fyrir jústitsráðinu, að Skalholt stúdent er ekki sá bógur
sem hann vænti að heimilinu yrði sendur, Ágústi til halds og trausts, sér ekki
betur en pilturinn vefji honum um fingur sér. í raun líkar kennara og
lærisveini vel hvorum við annan. Aftur á móti hafði Skalholt skilizt, þegar
hann var ráðinn til einkakennslunnar, að hann ætti að leiðbeina stráklingi,
ekki manni sem orðinn var rösklega tvítugur. Og því segir hann undir
leikslok við jústitsráðið, að engin leið sé að vera „Mentor for et voxent
Menneske, der allerede har sin egen Villie“.
Skalholt reynist Ágústi vel, þótt lítið verði úr tilsögninni, og uppsker laun
þess: Þegar hjól ástarinnar hafa snúizt hratt og hinar miklu trúlofanir eru
um garð gengnar, segir Poulsen óðalsbóndi Vinge vini sínum, að hann skuli
ráða íslendinginn til þess að leiðbeina yngra syni þeirra hjónanna, strák að
aldri, „der jo ikke ret vil trives i Skolen“. Vinge þiggur þegar þetta ráð. Og í
lokaatriði leiksins er gengið frá málum: Sturle Sigurdson Skalholt verður
áfram heimilismaður hjá Vinge jústitsráði og frú, kennari yngra sonarins og
húsbóndanum sjálfum innan handar, þegar því væri að skipta, eins og stefnt
hafði verið að í öndverðu; einnig sá skemmtunarmaður sem frú Vinge hélt,
af misgáningi, að Skalholt væri þegar hann kom á heimilið; hjónin höfðu þá,
auk kennara, beðið manns er skyldi gleðja gesti þeirra með fjörlegum
samræðum og sögum.
Hertz hæðist hvergi napurlega að íslenzka Hafnarstúdentinum Skalholt, en
persónan er skringileg. Skop höfundar beinist engu miður að jústitsráðinu,
vandræðalegum borgara í hefðarembætti sem fýsir að kunna skil á heimspeki
samtíðarinnar og nýjustu vísindalegu uppgötvunum. Gamanið sem gert er
að báðum þessum persónum er létt og líflegt á hverju sem veltur.
Tvennt markar einkum sérstöðu Skalholts sem íslenzkrar persónu á
sviðinu: Hann talar dönsku með þungri áherzlu á atkvæði orðs þegar það á
ekki við (slíkt er auðkennt í texta leikritsins með broddi yfir atkvæðinu)12
og hann gumar af ættgöfgi, rekur kynboga sinn hikstalaust aftur í fornöld,
10
TMM 1998:1