Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 21
A FJÖLUNUM í HÖFN
segir í veizlu á heimilinu, er hann kemur „frem ffa Baggrunden med en
fremmed Frue“, að hann sé beinn afkomandi Snorra Sturlusonar. Frúin
glennir upp skjáina og kveðst vel geta trúað því. Skalholt rökstyður mál sitt:
Min Farfa’er Sigurd Sturleson var nemlig en Sön af Sturle Gudmund-
son, der var gift með Gudrun Haakonsdatter, og hun stammede ned
fra Kolbein Sturleson, der var en Sön af Sighvat Sturle Thorbjörnsen,
der igjen var en Sönnesön af Brynjulv Sturleson ffa Eyvindarholt, og
om ham er det bekjendt, at hans Slægt gik lige ned ffa Sturlungerne.
Frúin spyr nú sjálfa sig, útsviðs, hvernig hún geti hrist af sér þennan hryllilega
mann! Samtímis skilgreinir Skalholt ættrakningu sína nánara, er kominn
aftur til „min Tip-Oldemoder, min Tip-Tip-Oldefa’er, min Tip-Tip-Tip-“, en
þá gengur frú Vinge í stofuna og hann verður að slíta þráðinn. Þetta gerist í
leikatriði sem er langt komið; til loka þess brosir höfundur áfram góðlátlega
að ættarstagli Skalholts.
í „Kynnisferðinni“ getur fleira að finna sem sýnir að Hertz þekkti að vissu
marki til íslands og íslendinga. Ofrausn væri að taka hér upp þau dæmi, enda
þótt höfundur nýtti sér þau er hann mótaði persónuna Skalholt.
VI
Það var bláber missögn að Henrik Hertz hefði sett sér í Besöget i Köbenhavn
að draga íslendinga sundur og saman í háði sem ‘dóna’. Leikritið er ósköp
saklaust dægurgaman. Sjálfur nefndi Hertz seinna í minnisgrein þetta verk
og kynni sín af íslendingum. Hann ritar:
Meðal ýmissa manna, sem seinna urðu vel þekktir og ég kynntist
einkum í Stúdentafélaginu (Poul Möller, Chr. Winther, E. Bojesen),
var Repp, íslendingur sem á aðalfundum hélt ræður í enskum stíl, og
munaði minnstu að hann ávarpaði samkunduna með Mylords and
Gentlemen! öðrum fslendingum kynntist ég líka, sumum fýrsta
stúdentsárið mitt, öðrum seinna, sumum skrýtnum, en allir voru þeir
sómamenn („Nogle comiske, Alle respectable"). Einkennilegir hættir
þeirra og siðvenjur að heiman mótuðu þá skýrara forðum daga en nú
(1864). Endurminningar, sem á rætur að rekja til þess tíma, sér stað í
„Kynnisferðinni til Kaupmannahafhar“.13
Þótt Hertz nafngreini sér í lagi Þorleif Repp (1794-1857) málfræðing, sem
var kunnur menntamaður í höfuðborginni, er afar ólíklegt að leikskáldið
hafi haft hann að fyrirmynd svo nokkru nam, þegar það skóp heimilis-
kennarann Sturle Sigurdson Skalholt; það væri þá helzt Qölvísin, Repp var
11
TMM 1998:1