Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 27
EFÍNN ER ÆÐSTUR ALLRA GILDA
L.P.: í þessari sömu bók birtist einnig greinilega eitt af því sem þér virðist
sérlega hugleikið: hvernig megi fá listamenn af ólíkum uppruna og hefðum,
með mismikla menntun og af ólíkum trúarbrögðum til að tala saman? Þetta
hugðarefni þitt um að fara yfir landamæri, allt frá Die Blechtrommel (Blikk-
trommunni, 1959) til síðustu skáldsögunnar, Ein weites Feld (Óeiginl: Víð-
áttan, 1995). Nú þegar allir múrar hafa hrunið, eins og sagt er, er þá hægt að
tala um að í Evrópu fari fram raunverulegar umræður um listir og menn-
ingarmál?
G.G.: Ég get ekki gefið tæmandi svar við þessari spurningu, því til þess skortir
mig nægilega yfirsýn. Ég get aðeins greint frá minni eigin reynslu. Og hún
er sú að það sé langt í frá erfitt að ræða um list frásagnarinnar við starfs-
bræður mína, hvort sem þeir skrifa á ffönsku, ítölsku eða ensku - eða þannig
var það til skamms tíma - til dæmis finnst mér síður en svo erfitt að ræða
þetta við Salman Rushdie.
Hvað okkur Salman Rushdie varðar, þá má bæta við einu atriði sem er
örugglega hvati í þeirri endalausu orðaframleiðslu sem ritstörf eru: missin-
um. Hann glataði uppruna sínum, Indland, Bombay, Pakistan, heilmiklum
bakgrunni. Ég glataði mínum uppruna, Danzig, sem hefur verið kölluð
Gdansk frá stríðslokum, en þar búa nú Pólverjar sem flúðu þangað frá
Austur-Póllandi. Báðir lærðum við að sætta okkur við þá staðreynd að þetta
væri endanlega glatað og að bókmenntirnar væru eina leiðin til að endur-
vekja það ... Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um það hvernig menn geta
náð saman án tillits til Iandamæra eða uppruna.
Ég hef engan áhuga á fræðilegum vangaveltum um það hvort skáldsagan
sé dauð eða ekki. Á rithöfundarferli mínum hef ég heyrt tilkynningar um
andlát skáldsögunnar í það minnsta tólf sinnum. Þó virðist hún alltaf jafn
borubrött. Og jafn lítinn áhuga hef ég á þeirri umræðu sem skýtur aftur og
aftur upp kollinum og snýst um það hvort bókmenntir eigi að taka afstöðu
til þjóðmála eða ekki. Síðan stilla menn þessu upp sem tveimur valkostum:
fílabeinsturni eða öflugri þátttöku. Þetta eru algerlega innihaldslausar
spurningar, skipting sem þessi hefur ekkert með bókmenntir að gera. Bók-
menntir eru afstaða sem slíkar. Höfundur sem ákveður að búa í sínum
fílabeinsturni tekur líka tiltekna pólitíska afstöðu, hann er í ákveðnu sam-
bandi við þjóðfélagið, jafnvel neikvæðu.
Nýlega heimsótti mig spænskur rithöfundur, Juan Goytisolo. Við höfðum
aldrei hist áður en þrátt fýrir tungumálaörðugleika - hann talar ekki þýsku
og ég tala ekki spænsku - náðum við strax góðu sambandi á ensku. Raunar
hjálpaði mjög til að við höfum báðir alla tíð haft áhuga á minnihlutahópum:
ég hafði áhuga á katsjúpum vegna þess að ég er hálfur katsjúpi, hann hafði
TMM 1998:1
17