Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 27

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 27
EFÍNN ER ÆÐSTUR ALLRA GILDA L.P.: í þessari sömu bók birtist einnig greinilega eitt af því sem þér virðist sérlega hugleikið: hvernig megi fá listamenn af ólíkum uppruna og hefðum, með mismikla menntun og af ólíkum trúarbrögðum til að tala saman? Þetta hugðarefni þitt um að fara yfir landamæri, allt frá Die Blechtrommel (Blikk- trommunni, 1959) til síðustu skáldsögunnar, Ein weites Feld (Óeiginl: Víð- áttan, 1995). Nú þegar allir múrar hafa hrunið, eins og sagt er, er þá hægt að tala um að í Evrópu fari fram raunverulegar umræður um listir og menn- ingarmál? G.G.: Ég get ekki gefið tæmandi svar við þessari spurningu, því til þess skortir mig nægilega yfirsýn. Ég get aðeins greint frá minni eigin reynslu. Og hún er sú að það sé langt í frá erfitt að ræða um list frásagnarinnar við starfs- bræður mína, hvort sem þeir skrifa á ffönsku, ítölsku eða ensku - eða þannig var það til skamms tíma - til dæmis finnst mér síður en svo erfitt að ræða þetta við Salman Rushdie. Hvað okkur Salman Rushdie varðar, þá má bæta við einu atriði sem er örugglega hvati í þeirri endalausu orðaframleiðslu sem ritstörf eru: missin- um. Hann glataði uppruna sínum, Indland, Bombay, Pakistan, heilmiklum bakgrunni. Ég glataði mínum uppruna, Danzig, sem hefur verið kölluð Gdansk frá stríðslokum, en þar búa nú Pólverjar sem flúðu þangað frá Austur-Póllandi. Báðir lærðum við að sætta okkur við þá staðreynd að þetta væri endanlega glatað og að bókmenntirnar væru eina leiðin til að endur- vekja það ... Þetta er bara eitt dæmi af mörgum um það hvernig menn geta náð saman án tillits til Iandamæra eða uppruna. Ég hef engan áhuga á fræðilegum vangaveltum um það hvort skáldsagan sé dauð eða ekki. Á rithöfundarferli mínum hef ég heyrt tilkynningar um andlát skáldsögunnar í það minnsta tólf sinnum. Þó virðist hún alltaf jafn borubrött. Og jafn lítinn áhuga hef ég á þeirri umræðu sem skýtur aftur og aftur upp kollinum og snýst um það hvort bókmenntir eigi að taka afstöðu til þjóðmála eða ekki. Síðan stilla menn þessu upp sem tveimur valkostum: fílabeinsturni eða öflugri þátttöku. Þetta eru algerlega innihaldslausar spurningar, skipting sem þessi hefur ekkert með bókmenntir að gera. Bók- menntir eru afstaða sem slíkar. Höfundur sem ákveður að búa í sínum fílabeinsturni tekur líka tiltekna pólitíska afstöðu, hann er í ákveðnu sam- bandi við þjóðfélagið, jafnvel neikvæðu. Nýlega heimsótti mig spænskur rithöfundur, Juan Goytisolo. Við höfðum aldrei hist áður en þrátt fýrir tungumálaörðugleika - hann talar ekki þýsku og ég tala ekki spænsku - náðum við strax góðu sambandi á ensku. Raunar hjálpaði mjög til að við höfum báðir alla tíð haft áhuga á minnihlutahópum: ég hafði áhuga á katsjúpum vegna þess að ég er hálfur katsjúpi, hann hafði TMM 1998:1 17
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.