Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 29

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 29
EFÍNN ER ÆÐSTUR ALLRA GILDA ekki er hægt að miðla til ungra höfunda. Sá sem fæddist sex árum síðar í Þýskalandi, sá sem sleit barnsskónum uppúr stríðinu sér hlutina strax í allt öðru ljósi. Klofningur eins og styrjöld eða harðstjórn rýfur hið eðlilega miðlunarsamband kynslóðanna. Á tímabili voru rof af þessu tagi tíðari en áður hafði verið og áhrifa þessa gætir enn í þýskum bókmenntum. L.P.: Lítum á fyrstu tvær setningarnar í þessari frásögn: „Gærdagurinn verður það sem morgundagurinn var. Sögur dagsins í dag þurfa ekki að gerast í dag.“ Þessar tvær setningar birta í hnotskurn það sem ég leyfí mér að kalla „skáldsögulega heimspeki“ þína um mannkynssöguna. Strax í Blikktromm- utmi skrifaðirðu ekki um miðbik aldarinnar sem röð atburða, heldur óreiðu sem orsakaðist af hinum sjóðbullandi huga dvergsins Óskars. í Der Butt (Flyðrunni, 1977) tekst þér að þjappa allri mannkynssögunni, frá forsögu- legum tíma til okkar daga, saman á níu mánuði, meðgöngutíma barns. í Hundejahre (Hundaárunum, 1961) hefur maður á tilfinningunni að hálf öld sé dregin saman í myndhverfingar um hund. Og í síðustu skáldsögunni, Víðáttunni, er eins og við séum ennþá stödd í rúmlega hundrað ára gamalli skáldsögu eftir Theodor Fontane. Rétt eins og í hugarheimi hverrar mann- eskju, og þar af leiðandi í skáldverkum, væri flestum spurningum um liðna tíma enn ósvarað. Rétt eins og mannkynssagan, fortíðin, gæti aldrei orðið endanleg... G.G.: í annarri frásögn, stuttri bók sem nefnist Kopfgeburten oder Die Deutschen sterben aus (Óforml.: Fæðing út um höfuðið eða Þjóðverjarnir deyja út, 1980) ímyndaði ég mér nýtt tímaskyn, bókmenntalegt, ef svo má segja: forsamframtíð. Með þessu hugtaki langaði mig til að undirstrika að bæði sem einstaklingur og þátttakandi í mannkynssögunni liti ég svo á að hin hefðbundna röð þátíðar, nútíðar og framtíðar, þar á meðal kvíði, væri ekkert annað en þvingandi, þrúgandi tilbúningur og að eitt af því sem bókmenntirnar gætu gert væri að leysa upp og losa um tímann. Hugsanir okkar, hugleiðingar og draumar lúta heldur ekki neinni tímaröð. Löngu liðnir atburðir geta orðið svo áleitnir að þeir yfirskyggja nútímann. Fólk getur líka kviðið framtíðinni svo mjög að það hættir að sjá núveruleikann sem umlykur það. Allt blandast þetta saman, og þannig lít ég líka á mann- kynssöguna þegar ég skrifa. Sagnfræðingnum ber að safna heimildum og skrá þær og verður þar af leiðandi að vinna í tímaröð. En einnig hann áttar sig síðan á því að tiltekið tímaskeið sem hann skynjaði fyrst sem nútíma var aðeins framlenging á fortíð. í nýjustu skáldsögu minni, Víðáttan, vann ég kerfisbundið með þetta tímaskyn. Aðalpersónan mín, Theo Wuttke, sem allir kalla Fonty, er uppi samtímis á 19. og 20. öld. Hann segir setningar sem byrja TMM 1998:1 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.