Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 31

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 31
EFINN ER ÆÐSTUR ALLRA GILDA komast í gegnum veggi, vera lítill. Ævintýrið um Tuma þumal er af þessum toga spunnið. Slíkar persónur eiga sér djúpar rætur í hefðinni, í þeirri námu þýskra ævintýra sem höfundar rómantíska tímabilsins grófu úr gleymsku. L.P.: Þú talaðir um að tækni Döblins hefði verið fútúrísk. Ég myndi hins vegar kalla bækur þínar kúbískar freskur. Þær eru bókmenntalegur kúbismi. Það er ekki nóg með að við fáum að sjá þær hliðar sem faldar eru, heldur sjást áhrif hverrar hliðar á allar hinar hliðarnar. Ef til vill byggist fegurðin í verkum þínum á þessari víxlverkun. Hafa vinnubrögð þín sem ungur myndlistar- nemi á sjötta áratugnum haft áhrif á vinnubrögð rithöfundarins? G.G.: Höfundar af minni kynslóð, og yngri höfundar þess þá heldur, eru allir viðvaningar í samanburði við módernistana miklu í upphafi aldarinnar. Öll höfum við notið góðs af hinum miklu uppgötvunum þeirra. Þeir Joyce og Proust skrifuðu hvor um sig á nýstárlegan hátt um minnið, hvernig smám saman er hægt að flysja utan af ákveðnum minniskjarna. Kúbisminn breytti sýn okkar á myndlist og höggmyndalist. Nú lítur okkar kynslóð á kúbismann sem klassísk verk, en við megum ekki gleyma því að hann var alger bylting á sínum tíma. Menn áttu síður en svo auðvelt með að sætta sig við að allar hliðar tiltekins hlutar gætu sést samtímis á myndfletinum. Þetta hafði gríð- arleg áhrif á hugmyndir mínar um skáldsöguna. En einnig hafði það áhrif á vinnubrögð mín. Ég þekki fjölda rithöfunda sem vinna hverja blaðsíðu þar til hún er orðin fullskrifuð, og byrja síðan á þeirri næstu. Ég skrifa hins vegar ævinlega nokkur tilbrigði við bækur mínar, stundum fjögur eða fimm, þannig að ég geti haft alla skáldsöguna undir allt til enda. Og ég gæti þess að yfírborðið verði ekki pússað of snemma, að það sé dálítið gróft, að það sé hægt að meitla það allt til síðustu stundar, að ég geti alltaf snúið til þess aftur. Það að snúast í kringum verkið er eflaust reynsla sem ég hef öðlast sem ungur myndhöggvari. Þetta er eflaust einnig ástæðan fýrir því að ég skrifa standandi. L.P.: Þú ert með sýningu um þessar mundir ... G.G.: Já, í Aachen. Grafílcverk, teilcningar, vatnslitamyndir og fimm eða sex höggmyndir. L.P.: Þú fæst þá ennþá við höggmyndalist! G.G.: Ekki við höggmyndalist um þessar mundir. Hún er ansi mikill tíma- þjófur, það er eldd hægt að fást við hana í hjáverkum. Hins vegar er hægt að yrkja ljóð í hjáverkum. Það fer alls ekki saman að skrifa skáldsögur og gera TMM 1998:1 21
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.