Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 36

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 36
GÚNTER GRASS barrokkbókmenntirnar. En þetta grúsk í fortíðinni var ekki einskorðað við þýskar bókmenntir. Ég hef alltaf furðað mig á því að Rabelais eigi sér enga sporgöngumenn í Frakklandi, það er í mesta lagi hægt að nefha Céline og notkun hans á slangri og götumáli. Að vísu hafði skálkasagan áhrif allt fr am á Upplýsingaöldina, allt fram til Voltaires og Diderots. Ég er þá að tala um skáldsögurnar Birtingog Jakob forlagasinna ogmeistara hans. En sú orðgnótt ff önskunnar sem Rabelais vann úr og notfærði sér hefur síðan glatast, og við tóku afar hefðbundnar bókmenntir, gáfulegar og víðsfjarri maganum ... Ég reyndi semsagt að fara aftur til uppsprettu þýskunnar. L.R: Mig langar að vitna hér í ræðu sem þú hélst árið 1990: „Einkenni níunda áratugarins eru markaðshátíðir og listamessur sem bítast um markaðinn, ofhlaðnar leiksýningar og stórmennskubrjálæði drottnandi prinsa sem hafa nýlega tekið listina upp á sína arma.“ Við búum í Evrópu þar sem listin flæðir um allt. List og hátíð. Eins og þú sýnir glögglega í Víðáttunni, þá var jafnvel sameiningu Þýskalands slegið upp í hátíð — hátalarar, Níunda symfónía Beethovens og Berlínarborg heilluð af McDonald’s. Hvernig lítur þú á Berlín við þessar aðstæður? G.G.: Berlín er sannarlega á villigötum. I kalda stríðinu var alltaf litið á Vestur-Berlín sem einhvers konar borg bræðralagsins, sem brjóstvörn hins frjálsa heims gegn austrinu. Hins vegar var Austur-Berlín höfuðborg Aust- ur-Þýskalands og hafði því gríðarlegt táknrænt gildi. Nú er múrinn fallinn og hlutarnir tveir eiga afar erfitt með að sameinast í eitt. Núna veit enginn neitt í sinn haus og ástandið fer fremur versnandi en hitt, einkum vegna þess að hvorki stjórnin í Bonn né borgarstjórinn í Berlín hafa snefil af pólitískum áformum um borgina. Ég hef alltaf verið þeirrar skoðunar að við þessar nýju aðstæður ætti Berlín að vera tengiliður milli austurs og vesturs, bæði í menningar- og efnahagsmálum. Þess í stað ætla menn að gera hana að höfuðborg. Þar með hafa þó ekki öll vandamál verið leyst. Raunar er aftur farið að bera á hegðun sem var greinileg á tímabili múrsins, það er að segja að íbúar helminganna tveggja eru aftur farnir að snúa baki hver við öðrum. L.P.: Eru hátíðirnar ekki skipulagðar einmitt til að breiða yfir þennan raun- veruleika? G.G.: Það er nokkuð sem ekki snertir Berlín eingöngu. Ég er síður en svo á móti hátíðarhöldum. En ég er afar efins gagnvart því sem ekki er einungis að finna í Berlín, heldur alls staðar: einhvers konar menningariðnaði. Menn 26 TMM 1998:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.