Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 48
BIRNA BJARNADÓTTIR
hegðun og hversu lítið við íslendingar höfum velt þessu efni fyrir okkur.
Hann ræðir líka tengsl fegurðarskyns og grimmdar, siðfræði grimmdarinnar
og hvernig fagursiðfræði getur þjónað valdbeitingu, efni sem hann segist
tíðum fjalla um í verkum sínum.8 Við lok greinarinnar má síðan lesa
dæmisögu úr íslenskum samtíma þar sem viðfangsefnið (að sögn höfúnd-
arins) er fagurfræðileg reynsla í víðri merkingu: Jói fer á ball, drekkur sig
fullan, hrífst af konu sem leggur trúnað á fagurgalann og þau sofa saman.
Jói vaknar morguninn eftir, hryllir við kerlingunni (sem kvöldið áður líktist
móður hans og föðursystur) og rekur hana á dyr. Konan „fellst ekld á nýtt
fegurðarskyn Jóa“ og efast um réttmæti þess, eða hvernig getur hún verið
bæði gömul og ljót, hafi hún nokkrum klukkustundum áður verið „fegursta
stúlka í heimi“? Jói kennir ölæði um, rökræðir síðan óbrigðulan smekk sinn,
ekki síst vit sitt á „fríðleik kvenna“. Síðan lenda þau í slag (en konan kallar
Jóa mömmudreng og hann svarar með því að gefa henni glóðarauga) og
mamma Jóa kastar konunni út, þessari kerlingu sem ætlaði að „skemma son
hennar með ljótu framferði." Jói er viss um að hann hafi gert „það rétta og
fagra“ með því að fúlsa við konunni. Áfengið ber líka sökina á því sem hann
kallar „misskilning“ og þegar hann lofar að smakka það ekki aftur, segir
mamman að þar fari „falleg ákvörðun". Af því tilefni fer hún út og kaupir
nýjan tölvuleik, „viss um að þannig geti hún haft drenginn góðan og hjá sér.
Sögunni lýkur og Jói endurheimtir smekkinn, öryggið og manndóm-
inn“(121).
Fyrir utan spurningar um hagsmunaárekstra hvatanna, vekur dæmisagan
aðrar jafn áleitnar á borð við: Hvers eðlis er fegurðarskynið? Lesandi gæti
líka spurt hvort sú fagurfræðilega reynsla sem hér er lýst eigi sér ekki
einvörðungu rætur í því sammannlega hlutskipti sem þegar hefur verið
minnst á, eða hvernig líf manns er frekar bundið sviði skilningarvita en
vitsmuna, heldur snúist á sama tíma um allsérstæða hefð, þá sem býður
manni að treysta vínguði úr heiðni fyrir þátttöku manns. Það eru timbur-
menn sem vekja Jóa til vitundar um umgengni sína við líf sitt og annarra og
í kraíti þeirra verður til í honum ástand sem heitir „nýtt fegurðarskyn“. í
kjölfarið virðist samband hugtaka á borð við fegurð og ábyrgð vera léttvægt
fundið, eða svo virðist sem samband fegurðarskyns og hugsunar um tilfinn-
ingar sé Jóa og kringumstæðum hans óviðkomandi.
En hér verður túlkandi að staldra við, því líkt og maður sjálfur, er dæmi-
saga um fagurfræðilega reynslu í víðri merkingu allt nema eingetin. Sagan
af Jóa, mömmu hans og misfríðu konunni er heldur ekki múlbundin tíma
og rúmi. í huga höfundarins er hún dæmi um „venjulega umgengni, þótt
menn snúist yfirleitt hægar frá hrifningu til andúðar“. Þetta á sér
38
TMM 1998:1