Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 51
í GUÐLAUSU FJAÐRAFOKI
ennfremur.15 Þessi hugsun sver sig í ætt við þá sem um er spurt og hvernig
þátttakan tekur á sig mynd þjáningu ástar, sé hún bundin ástríðu hugsunar.
Þetta heitir líka að prófa raunveruleikann eins og persónur í mörgum verka
Guðbergs sannreyna. Hér verður haldið á vit þeirra í skáldsögunni Hjartað
býr enn í helli sínum og smásögunni „Maður sem varð fyrir óláni“.
En áður en þangað er haldið, er rétt að spyrja um kringumstæður þessarar
sköpunar hér og nú. Frá því Plótínos leitaði í huganum að ósvikinni tilvist,
hefur guð bæði drottnað og dáið í innra lífinu. Og hvað nú? Hver er þátttakan
í raunveruleika guðleysis?
III. Fundur í raunveruleika guðleysis
Það er einhvern veginn þannig að það sem er hálfkarað og hefur ekki
verið fullkomlega lokið, hefur sérstaka töfra.16
Skömmu eftir útkomu skáldsögunnar Leitin að landinu fagra birtist viðtal
Tómasar R. Einarssonar við höfund hennar, Guðberg Bergsson. Þar segir
höfundurinn:
Bókin er lokastig ímyndunaraflsins. Það er þá sem ímyndunaraflið
deyr á vissan hátt, ímyndunarafl einstaklingsins. Síðan getur vel verið
að ímyndunarafl þjóðfélagsins taki við, maður veit það ekki. En
listaverkið er lokastig ímyndunaraflsins, ekki upphaf þess.17
Hér geta erfrðar spurningar vaknað, eins og hvort sköpun skáldverks felist
ekki lengur í þátttöku lesandans. Hvað á höfundurinn annars við með dauða
ímyndunaraflsins? Og hver er þessi einstaklingur ef ekki lesandinn? Á maður
kannski að horfa njörvaður á sýningu á himnum? Er það vilji höfundarins?
f umræddu viðtali segir hann eftirfarandi um þátttöku lesandans:
[...] íslenskir lesendur [...] vilja fara inn í einhvers konar vímu. Vilja
að listin sé einhvers konar vímugjafi. Þörfin fyrir vímuna er ansi mikil,
en ég held að höfundar eigi ekki að leiða manninn í vímu. Ég held að
höfundur eigi fremur að leiða manninn til fundar við sjálfan sig. Ef
menn vilja fá vímu geta þeir farið í kirkju, í stjórnmál, eiturlyf, áfengi
og annað þvíumlíkt. Það er miklu meiri og hreinni víma en sú sem
listirnar geta veitt þeim með viti sínu.
Svo virðist sem höfundurinn vilji eitthvað annað og meira en að tjóðra
þjóðbundinn einstakling við fyrirframgefna túlkun. Og þegar kemur að
fegurðinni sem verður til með þátttöku manns skiptir vilji sem þessi höfuð-
TMM 1998:1
41