Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 51

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 51
í GUÐLAUSU FJAÐRAFOKI ennfremur.15 Þessi hugsun sver sig í ætt við þá sem um er spurt og hvernig þátttakan tekur á sig mynd þjáningu ástar, sé hún bundin ástríðu hugsunar. Þetta heitir líka að prófa raunveruleikann eins og persónur í mörgum verka Guðbergs sannreyna. Hér verður haldið á vit þeirra í skáldsögunni Hjartað býr enn í helli sínum og smásögunni „Maður sem varð fyrir óláni“. En áður en þangað er haldið, er rétt að spyrja um kringumstæður þessarar sköpunar hér og nú. Frá því Plótínos leitaði í huganum að ósvikinni tilvist, hefur guð bæði drottnað og dáið í innra lífinu. Og hvað nú? Hver er þátttakan í raunveruleika guðleysis? III. Fundur í raunveruleika guðleysis Það er einhvern veginn þannig að það sem er hálfkarað og hefur ekki verið fullkomlega lokið, hefur sérstaka töfra.16 Skömmu eftir útkomu skáldsögunnar Leitin að landinu fagra birtist viðtal Tómasar R. Einarssonar við höfund hennar, Guðberg Bergsson. Þar segir höfundurinn: Bókin er lokastig ímyndunaraflsins. Það er þá sem ímyndunaraflið deyr á vissan hátt, ímyndunarafl einstaklingsins. Síðan getur vel verið að ímyndunarafl þjóðfélagsins taki við, maður veit það ekki. En listaverkið er lokastig ímyndunaraflsins, ekki upphaf þess.17 Hér geta erfrðar spurningar vaknað, eins og hvort sköpun skáldverks felist ekki lengur í þátttöku lesandans. Hvað á höfundurinn annars við með dauða ímyndunaraflsins? Og hver er þessi einstaklingur ef ekki lesandinn? Á maður kannski að horfa njörvaður á sýningu á himnum? Er það vilji höfundarins? f umræddu viðtali segir hann eftirfarandi um þátttöku lesandans: [...] íslenskir lesendur [...] vilja fara inn í einhvers konar vímu. Vilja að listin sé einhvers konar vímugjafi. Þörfin fyrir vímuna er ansi mikil, en ég held að höfundar eigi ekki að leiða manninn í vímu. Ég held að höfundur eigi fremur að leiða manninn til fundar við sjálfan sig. Ef menn vilja fá vímu geta þeir farið í kirkju, í stjórnmál, eiturlyf, áfengi og annað þvíumlíkt. Það er miklu meiri og hreinni víma en sú sem listirnar geta veitt þeim með viti sínu. Svo virðist sem höfundurinn vilji eitthvað annað og meira en að tjóðra þjóðbundinn einstakling við fyrirframgefna túlkun. Og þegar kemur að fegurðinni sem verður til með þátttöku manns skiptir vilji sem þessi höfuð- TMM 1998:1 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.