Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 55
í GUÐLAUSU FJAÐRAFOKl
verður haldið á vit persóna í áðurnefhdum sögum Guðbergs og spurt um
sambönd í sköpun innra lífs og dirfsku höfundarins í því efni.
IV. Sambönd í sköpun innra lífs
Moldin og náttúran, dýrin og litur himinsins veita manninum ffið,
en sjálfur er hann í eðli sínu friðlaus og falskur.
Hjartað býr enn í helli sínurn.i(>
Hafi tilraunin til að reisa ríki Platons heppnast betur í Níundum Plótínosar
en Rómaveldi, getur sagan hafa endurtekið sig, löngu seinna og í allt öðru
veldi, leiti maður eftir leiðum hugarins. Hér er átt við það ríki sjoppunnar
lengst norður í hafi sem finna má í Hjartað býr enn í helli sínum. Þar flökta
sálir líkar eftirmyndum af því sem maður getur ekki vitað hvað er. Og þótt
sumar kæri sig kollóttar eru aðrar hugsi, eins og á barmi trúarþarfar. Við
fylgjum fráskildum manni, umvöfðum myrkri jarðar, lands og mannlífs, og
hringsólum í lífi sárþyrstra kók-í-bland þambara á óljósum mörkum heiðni
og kristni. Og hvað er að sjá?
í sólarhring leitar fylgdarmaðurinn eftir leiðum hugarins að einhverjum
sannleik um sig, sambönd sín og þá sköpun sem kann að búa þar að baki.
Sagan byrjar á hádegi og maðurinn sem er nýfluttur (í sjötta sinn á tæpu ári)
í leiguherbergi, hefúr komið dótinu sínu fyrir í haug á gólfinu. Eftir samtal
við konuna sem leigir honum, heldur hann af stað niður í miðbæ Reykja-
víkur, ff iðlaus eftir Dóru fyrrverandi konu sinni og dætrum. Á Hlemmi hittir
hann þær, en eftir mislukkaðan fund, hellir maðurinn í sig og gerir um
kvöldið aðra tilraun til að sigra Dóru. Hún hringir á lögguna, manninum er
stungið inn og um eða eftir miðnætti situr hann aftur í fangaklefa fyrir
misskilning og hugsar:
Guð, þú veist það, djöfúllinn þinn, jafn vel og ég sjálfur og bankarnir
að ég geymi hvergi fé á leynireikningi. Dóra og þú, þið misskiljið mig
hrapallega, guð, ef þið haldið virkilega, nema þið ljúgið, að ég steli
undan af kaupinu mínu og eyði því í kvenfólk. Hvar eru hórur hér?
Hvenær fengi ég tækifæri til að eyða eyri í aukakonu? Ef maður leigði
sér herbergi kæmist það strax upp í smáborg eins og þessari þar sem
allir njósna um alla. Framhjáhaldi eru takmörk sett sökum smæðar
borgarinnar þótt löngunin sé meiri hér og þörfin en í miljónaborg.
Hér í þessum þrönga músarholuheimi. Ég sóa síst meira fé en Gunni
til dæmis, í áfengi og tóbak. Guð, þú veist líka að ég fer strax að atast
í Dóru verði ég drukkinn, en það er ósjálfrátt og merkir ekki neitt. Þið
eruð bæði hvelvítis fábjánar, hún og þú, ef þið haldið að ég leyni ykkur
ýmsu.
TMM 1998:1
45