Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 57
í GUÐLAUSU FJAÐRAFOKl
kringumstæðum sem um er rætt, spyrjandi myrkranna á milli um samband
skynjunar og tilfmninga. Og hver er sköpun slíkrar persónu?
Hér verður saga mannsins ekki rakin, heldur slegist í för með honum frá
og með heimsókn hans til Jóa stóra sem er óbrotinn alþýðumaður á nútíma-
vísu og fyrrverandi vinnufélagi mannsins. Um eða eftir miðnætti, eftir að
hafa gist fangaklefa í tvígang, er hann kominn þangað í gleðskap, en Jói stóri
býr með vini sínum, Jóa litla, konu þeirra beggja og barni þeirra allra. Og
hvað er að sjá?
Nú horfði maðurinn tómlega á konuna sem lá í hnipri við hlið félaga
Jóa stóra, félagi Jói litli lá endilangur hjá konunni klæddur síðum
baðmullarnærbuxum. í sama augnakasti var drengurinn að leika sinn
fáránlega leik. Hann sprautaði kóki á rassinn á móður sinni. Maður-
inn kom engri hugsun að því sem fyrir augun bar. Félagi Jói litli
kreppti undir sig fæturna og konan gerði það sama eftir að drengur-
inn sprautaði undir kjólinn hennar sem flettist upp um lærin, og
maðurinn horfði áhugalaus og daufeygður á fitubrjóstin sem spruttu
fram úr hnésbótunum útvaðandi í kókdrykk.
„Þessi kös,“ hugsaði maðurinn og niður í huga hans laust í eldingu
mynd af vömbum innan úr nýslátruðu, sjúku sauðfé sem fleygt hafði
verið á ruslahaug. Þar lágu vambirnar blóðugar og óhreinar og hálf-
sprungnar innan um bréfaskran, tætlur úr dagblöðum og bókum og
tómar flöskur.“ (144)
í sófanum sitja maður, kona og barn, þetta sem manni ber að horfa á en taka
eldci með í reilcning fegurðarinnar, eins og Jói stóri ráðleggur vini sínum:
Heyrðu, þú ert ekki nándar nærri bjartsýnn, drengur. Líttu í kringum
þig og festu augu á fegurðinni og hættu að sýta með sút í augum. Allt
sem við sjáum er eintóm fegurð náttúrunnar og lífsins. En sófinn
þarna er ómark, taktu hann ekld með í reilcninginn. (145)
Og skömmu síðar ítrekar vinurinn varnarorðin:
Heimar hníga og rísa sem bylgjur eða boðaföll. Haltu því varlega á hin
innri höf. En manninum ber að varðveita í sér óbilandi trú og
bjartsýni, hvernig sem sjóveðrin kunna að velta á hann boðum. Láttu
ekki - og taktu eftir - hillingar hugans blekkja augað. Sófinn þarna er
söguleg nauðsyn. Sjáðu það sem þú sérð en ekki það sem þú hugsar.
Jói stóri þurrkaði sér um munninn með flötum lófa og bætti við:
Nú röfla ég, en hugurinn á að vera víðsýnn og sjá ekkert annað en
það sem blasir beint við sjóninni, í stað þess að túlka sífellt og bæta
við veruleikann með hugarsýnum. Ylckur menntafólldnu hættir til
þess. Nei, farið að eins og nýi maðurinn, mannkyn framtíðarinnar, sem
hefur vaxið þegar úr grasi í sólarupprásarlöndunum í austri. (145)
TMM 1998:1
47