Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 60

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 60
BIRNA BJARNADÓTTIR meira næði til að hugsa. í huganum geymir hann mynd af konunni sinni, en gleymir að eigin sögn þáttum tilverunnar eins og íjarlægðinni og óendan- leikanum. Þegar hann hlýtur náðun og kemur út í frelsið, fer „sjónin úr skorðum“. Hann ratar þó heim til konu sinnar og hvað er að sjá? Segðu ekkert, bað konan. Mig langar að tala óhindrað. Hann sagði ekkert. í raun var hann mállaus af undrun, og vonbrigð- in lögðust einkennilega á augun. Ég hef verið þér trú, meðan þú dvaldir í fangelsinu, sagði konan. Um leið og þú hlaust langvarandi dóm ákvað líkami minn að hann skyldi vera þér trúr, og einnig í fangelsi. /. . ./ Maðurinn lokaði augunum. Hann hlustaði á hvernig konan hélt áfram að tala í jöfnum, blæbrigðalausum tón, meðan hún horfði stöðugt á myndina í sjónvarpinu. Hann reyndi að finna myndina af henni í huganum, en nú fann hann hana hvergi, hvorki á ljósmynd né svip konunnar sjálfrar, þótt hann sæti næstum við hliðina á báðum. Skyndilega var eins og hann hefði fengið hnefahögg, sama höggið og systir hans fékk forðum. Hann tók ósjálfrátt fyrir munninn og kúg- aðist. Hvað er þetta? spurði konan. Ertu að verða veikur? Nei, svaraði hann aumlega. Hvað þá? spurði hún undrandi. Bara raunveruleikinn, svaraði hann og stóð upp. Ég hef orðið fyrir veruleikanum eins og óláni.31 Sú fegurð sem verður til með þátttöku manns í fylgd persóna í nafnlausum kringumstæðum, getur verið jafn ófrágengin og maður sjálfur. Og vilji maður stundum öðlast rými til að hugsa um möguleika hennar í skáldskap, skiptir dirfska höfundar máli, ef ekki á dögum Plótínosar, þá nú. Hér að framan hefur líka verið minnst á þætti eins og arf hugsunar og hvernig verk getur í senn verið sannarlega nýtt en samt svo gamalt. Hér hefur einnig verið rætt um fagurfræði tómhyggjunnar, eða þátttöku manns í raunveruleika guðleysis og hvernig það guðlausa fjaðrafok sem þar má finna eigi sér ekki einvörðungu einhverja fortíð, heldur feli í sér skapandi möguleika hugsunar. Afrakstur tómhyggjunnar í fagurfræðilegu tilliti getur kallast vitneskja um takmarkaða möguleika manns í tilfinningum, en um leið má hugsa hana sem skapandi siðfræði túlkunar, horfist maður í augu við fláræði skynjunarinnar. Hér verður ekki fjallað nánar um það atriði, eða í hverju dirfska Guðbergs er annars fólgin. Sjálfur hefur hann þetta að segja (í skáldævisögunni Faðir og móðir og dulmagn bernskunnar) um eina af skyldum listamannsins: „Fæddur listamaður sem gætir sín á eðli sínu lifir aldrei í atburðum líðandi stundar nema hann hafi hliðsjón af tímaleysinu. Allt annað er svik við eðli hans“ (82). 50 TMM 1998:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.