Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 66

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 66
SIGURÐUR A. MAGNUSSON en þegar þeir höfðu áttað sig á gríninu var sem allar hömlur brystu. Menn bókstaflega grenjuðu af hlátri! Árið eftir þennan fyrsta stórsigur sýndi leikflokkurinn aftur fjóra einþátt- unga, alþýðlega ítalska farsa frá 19ndu öld sem Dario Fo hafði umskrifað og endurnýjað. Hann hafði nú náð því marki að skapa leikform þarsem saman fóru hvöss ádeila og skopstæling, grín og skrípalæti, alltsaman samtvinnað og magnað af hnitmiðaðri sviðslist: orð, látbragð, umhverfi og búningar mynduðu heild og hæfðu áhorfendur jafht í höfuð sem hjartastað. Dario Fo hefur jafnan haft það höfuðmarkmið að skapa leiklist, það er að segja list sem lifi fersku og óháðu lífl á sviðinu, hafí endaskipti á öllum okkar hefðbundnu hugmyndum og röklegu lífsvenjum eða sýni áhorfendum að minnstakosti ranghverfuna á mannlífinu og hvunndagsleikanum. Að þessu leyti er hann nær hinni upprunalegu alþýðlegu hefð farsans en absúrdist- arnir á sjötta og sjöunda áratug, sem leituðust við að gera hann „bókmennta- legan“ eða táknrænan. Það er hin óhamda leikgleði sem mestu máli skiptir hjá Dario Fo. Sé grettan vörumerki hinna alvöruþrungnu absúrdista, þá er glottið auðkenni Fos. Um texta sína hefur Dario Fo látið þau orð falla, að gagnslaust sé að lesa þá; þeir eigi að leikast. Samt verð ég að gera þá játningu að þegar ég fyrst las nokkra einþáttunga hans í sænskri þýðingu fyrir einum þremur áratugum, þá var mér til þeirra muna skemmt að ég varð þrásinnis að bæla niður hláturinn til að geta haldið áfram lestrinum! Meðþví Dario Fo hafði eigin leikflokk og fór yfirleitt sjálfur með aðalhlutverkin, samdi hann texta sína beinlínis fyrir tiltekna leikara í flokknum og mótaði síðan persónurnar á æfingum í samræmi við fyrirmyndirnar. Aðalkvenhlutverkið lék að jafnaði Franca Rame með leikarablóð þriggja ættliða í æðum sér: hún var farin að leika áðuren hún kunni að lesa. Lengri verk Eftir einþáttungana átta breytti Dario Fo um form og samdi á hverju ári eitt langt verk sem leikflokkurinn sýndi. Fyrsta verkið, sýnt 1960, nefndist „Erki- englarnir spila ekki kúluspil“. Þar var gert stólpagrín að skriffinnskuþrælum og stjórnmálamönnum. Verkið hlaut meiri vinsældir á Ítalíu en dæmi voru til um nokkurt annað leikhúsverk. Það hefur síðan verið leikið um víða veröld. En Dario Fo kærði sig ekki um að láta fyrirberast á lárviðarsveigunum og vildi ekki heldur grípa til eldri verka sem hlotið höfðu vinsældir. „Hvernig ætti ég að geta skrifað öll þau nýju leikrit sem ég geng með í höfðinu?" spurði hann við eitt tækifæri. Meðan sýningar stóðu sem hæst var næsta viðfangs- 56 TMM 1998:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.