Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Síða 66
SIGURÐUR A. MAGNUSSON
en þegar þeir höfðu áttað sig á gríninu var sem allar hömlur brystu. Menn
bókstaflega grenjuðu af hlátri!
Árið eftir þennan fyrsta stórsigur sýndi leikflokkurinn aftur fjóra einþátt-
unga, alþýðlega ítalska farsa frá 19ndu öld sem Dario Fo hafði umskrifað og
endurnýjað. Hann hafði nú náð því marki að skapa leikform þarsem saman
fóru hvöss ádeila og skopstæling, grín og skrípalæti, alltsaman samtvinnað
og magnað af hnitmiðaðri sviðslist: orð, látbragð, umhverfi og búningar
mynduðu heild og hæfðu áhorfendur jafht í höfuð sem hjartastað.
Dario Fo hefur jafnan haft það höfuðmarkmið að skapa leiklist, það er að
segja list sem lifi fersku og óháðu lífl á sviðinu, hafí endaskipti á öllum okkar
hefðbundnu hugmyndum og röklegu lífsvenjum eða sýni áhorfendum að
minnstakosti ranghverfuna á mannlífinu og hvunndagsleikanum. Að þessu
leyti er hann nær hinni upprunalegu alþýðlegu hefð farsans en absúrdist-
arnir á sjötta og sjöunda áratug, sem leituðust við að gera hann „bókmennta-
legan“ eða táknrænan. Það er hin óhamda leikgleði sem mestu máli skiptir
hjá Dario Fo. Sé grettan vörumerki hinna alvöruþrungnu absúrdista, þá er
glottið auðkenni Fos.
Um texta sína hefur Dario Fo látið þau orð falla, að gagnslaust sé að lesa
þá; þeir eigi að leikast. Samt verð ég að gera þá játningu að þegar ég fyrst las
nokkra einþáttunga hans í sænskri þýðingu fyrir einum þremur áratugum,
þá var mér til þeirra muna skemmt að ég varð þrásinnis að bæla niður
hláturinn til að geta haldið áfram lestrinum! Meðþví Dario Fo hafði eigin
leikflokk og fór yfirleitt sjálfur með aðalhlutverkin, samdi hann texta sína
beinlínis fyrir tiltekna leikara í flokknum og mótaði síðan persónurnar á
æfingum í samræmi við fyrirmyndirnar. Aðalkvenhlutverkið lék að jafnaði
Franca Rame með leikarablóð þriggja ættliða í æðum sér: hún var farin að
leika áðuren hún kunni að lesa.
Lengri verk
Eftir einþáttungana átta breytti Dario Fo um form og samdi á hverju ári eitt
langt verk sem leikflokkurinn sýndi. Fyrsta verkið, sýnt 1960, nefndist „Erki-
englarnir spila ekki kúluspil“. Þar var gert stólpagrín að skriffinnskuþrælum
og stjórnmálamönnum. Verkið hlaut meiri vinsældir á Ítalíu en dæmi voru
til um nokkurt annað leikhúsverk. Það hefur síðan verið leikið um víða
veröld.
En Dario Fo kærði sig ekki um að láta fyrirberast á lárviðarsveigunum og
vildi ekki heldur grípa til eldri verka sem hlotið höfðu vinsældir. „Hvernig
ætti ég að geta skrifað öll þau nýju leikrit sem ég geng með í höfðinu?" spurði
hann við eitt tækifæri. Meðan sýningar stóðu sem hæst var næsta viðfangs-
56
TMM 1998:1