Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 69
FÍFLIÐ ER ENGINN FÁVITI
Margvíslegar rætur
Þegar Dario Fo og Franca Rame héldu sýningar í Berlín 1983 lentu þau samt
í hálfgerðum vandræðum. Leikirnir sem þau sýndu voru ætlaðir almúgafólki
og menntamönnum á vinstrivæng, en á þessu skeiði skiptust pólitískar
skoðanir mjög í tvö horn með tilheyrandi tortryggni. Döprum huga gerðu
hjónin sér ljóst að þýska vinstrimenn skorti skynbragð á skop og háð. En
Dario Fo var víðlesinn og sjóaður skemmtikraftur og lét sig ekki muna um
að halda óundirbúinn fyrirlestur um eðli gamanseminnar með fjölmörgum
dæmum úr þýskri sögu og þýskum bókmenntum. Þá loks fóru leikhúsgestir
að taka við sér. Fo sýndi frammá með fáum velvöldum orðum að gaman-
semin er einatt nátengd siðvenjum og hugmyndum samfélagsins, að
ógleymdum fordómunum.
Sem fyrr segir, byggir Dario Fo á commedia delVarte. Þessi ítalska leikhús-
hefð með sínum stöðluðu manngerðum, spaugilegu atvikum og spuna, sem
stundum jaðrar við aulafýndni, á upptök sína á 16du öld og stóð með
miklum blóma frammá ofanverða 18du öld. Raunar má sjá samband milli
commedia delVarte og hinna fornu alþýðlegu gamanleikja, atellan-farsanna
(nefndir eff ir bænum Atella), sem byggðir voru upp kringum fjórar staðlaðar
persónur með afkáralegar grímur: Marcus (sauðheimski trúðurinn), Pappus
(nirfillinn), Dossennus (lærði bragðarefurinn) og Bucco (montni mathák-
urinn). öðru fremur á þó commedia delVarte rætur að rekja til kitlandi og
kaldhæðinna ljóðafrásagna hnífa- og boltakastara á miðöldum, ærslanna á
kjötkveðjuhátíðum, og loftfimleika og fíflaláta sem æringjar frömdu á mark-
aðsdögum.
Helstu persónur í commedia delVarte voru Kólumbína (ástfangna
blómarósin), Pantalone (ágjarni mangarinn), Pulcinella (slæga og illkvittna
þjónustan), Pierrot (geðgóði klaufabárðurinn) og loks Arlecchino, klæddur
skræpóttum búningi. Á frönsku ber hann heitið Harlequin. Hann er ævin-
lega ástfanginn og offlega svikinn. En þó vonir hans séu að engu gerðar, nær
hann sér brátt á strik aftur, enda lætur hann auðveldlega huggast. Frá
öndverðu var hann slunginn og málsnjall loddari með hjartað á réttum stað.
örsnauður og sísvangur þjónn. Bragðvís en barnalegur. Smámsaman þró-
aðist hann og varð slóttugur trúður og háðfugl, lykilpersóna á leiksviðinu
sem útskýrir og gerir athugasemdir við atvik daglegs lífs. Það er þessi
Harlekín sem Dario Fo endurvekur í glæsilegri nútímaútgáfu.
Samfélagsádeilan og bersögult glensið um kynferðismál, sem auðkenndi
commedia delVarte, gerði það að verkum að orðfimir gamanleikararnir með
sínu tjáningarfúlla látbragði og ögrandi sviðshreyfingum gengu oft í berhögg
við ríkjandi samfélagshefðir. Að vísu var ekki ótítt að leikarar væru hylltir og
TMM 1998:1
59