Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 70
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON
verndaðir af furstum og kardínálum, en jafnalgengt að þeir væru ofsóttir
jafht af veraldlegum sem kirkjulegum pótintátum. Ekkert er líklegra til að
herpa varir strangtrúaðra manna en skop um helga hluti. Að öllu öðru má
skopast og hæðast; aðeins ekki þessu. En þetta er einmitt það sem Dario Fo
gerir. Rómversk-kaþólska kirkjan hefur jafhan verið einn af helstu skotspón-
um hans.
Commedia delVarteá tti eftir að hafa mikil áhrif á evrópskt leikhúslíf á 19du
og 20stu öld í átt til djarfari líkamstjáningar. önnur listform urðu sömuleiðis
fyrir áhrifum úr þeirri átt, svosem brúðuleikhús, kvikmyndir og fjölleikahús.
Ugluspegill
Annar merkilegur áhrifavaldur voru hinar ærslafullu prakkarasögur um Till
Eulenspiegel og lífsferil hans. Hafi þær einhver tengsl við veruleikann eða
sannfræðina, þá hljóta þau að vera mjög óveruleg. Meðþví ævintýrin um
Eulenspiegel varðveittust í munnlegri geymd í hálfa aðra öld áðuren þau
voru færð til bókar, urðu þau æ langorðari og glæfralegri. Hænu^öðrin varð
að heilu hænsnabúi. Eulenspiegel á Dario Fo að nákomnum sálufélaga.
Ugluspegill, einsog skelmirinn er nefndur á íslensku (sögur hans hafa
tvisvar komið út hérlendis, 1934 og 1956), er ekki uppdiktuð persóna. Hann
fæddist í Braunschweig undir lok 13du aldar. Hann var orðlagður svika-
hrappur og fékkst við æðimargt, ferðaðist bæði til Póllands og Rómar í því
skyni að keppa við hirðfífl samtíðarinnar. Síðan flæktist hann um Þýskaland
til að skemmta bæði sjálfum sér og öðrum. Úr öllusaman varð ósvikið, gróft
og heilsteypt bændaspaug, einskonar húspostilla spaugseminnar.
Frásagnirnar eiga uppruna sinn að rekja til aldarbragsins sem auðkenndi
lágstéttirnar í Þýskalandi. Mergjað, óheflað og ósæmilegt orðfærið speglar
tíðarandann, en Ugluspegill er líka gæddur skapgerð sem er nokkurskonar
þverskurður af hugsunarhætti almúgans. Hann er í forsvari fyrir þá sem
fyrirlitnir eru og ósmeykur við að draga dár að drambsemi valdsmanna og
handbenda þeirra.
Hnyttni landshornamannsins, spaugsemi alþýðunnar er persónugerð í
hinum orðhaga og orðskáa Ugluspegli sem flækist meðal manna úr öllum
stéttum og starfsgreinum - ævinlega á stiklum æðri vísdóms. Hann getur
verið erfiður og þreytandi, en hann lætur aldrei hefta sig. Hann vill ekki heyra
neinum til; hann er að eigin frumkvæði skálkur, fífl og einvaldur. I hlutverki
hirðfíflsins er hann frábrugðinn þeim hirðfíflum sem höfðu heimild furstans
til að vera óskammfeilnir. Hirðfíflið vissi að furstinn vildi fá gróft og móðg-
andi glens. Eiaðsíður varð það að fara varlega, því til var í dæminu að furstinn
reiddist og hrópaði: Af með hausinn á fíflinu og setjið annan í hans stað!
60
TMM 1998:1