Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 71
FÍFLIÐ ER ENGINN FÁVITI
Ugluspegill tekur fólk á orðinu af háðskri alvöru. Af þeim sökum tekur
atburðarásin gjarna aðra stefnu en ætlað var. Hann gerir nákvæmlega það
sem fyrir hann er lagt og einmitt þessvegna fer allt í handaskolum. Hjá
bruggara á hann að sjóða humal. Ugluspegill sýður hundinn sem hét Humall,
og hver getur áfellst hann fyrir það? Hjá veitingakonu biður hann um að fá
að „éta fyrir peninga". Ekkert sjálfsagðara. En þegar hún krefst borgunar snýr
hann hlutunum við og bendir á að það sé hún sem eigi að reiða ffam
peningana, ekki hann.
Till Eulenspiegel féll frá árið 1350 og liggur grafinn undir linditré í Mölln
í Lauenburg nálægt Lubeck. Enn er þess kostur að skoða legsteininn sem
skreyttur er fangamarki hans, spegli og uglu. Þegar sökkva átti kistunni í
gröfina slitnaði reipið til fóta. „Við skulum bara láta hann standa þannig,“
sögðu líkmennirnir, „því hann hefur verið undarlegur alla sína ævi og vildi
því líka vera undarlegur í dauðanum. “ Á legsteininum stendur: „Diesen Stein
soll Niemand erhaben/Eulenspiegel steht hier aufrecht begraben. Anno
MCCCL.“
Hið helgafífl
Óvissan um skilin milli dáraskapar og skynsemi var viðvarandi umræðuefni
í Vesturevrópu allar miðaldir og langt frammá endurreisnartímann. Nægir
í því sambandi að nefna Shakespeare og Cervantes. Ekki verður því neitað
að Dario Fo eigi ýmislegt sammerkt við Don Kíkóta, að minnstakosti í þeim
skilningi að Fo lítur á það sem sitt meginhlutverk að verja lítilmagnann gegn
ranglæti og ofbeldi. Sömuleiðis hefur hann, á sama hátt og Cervantes, séð
það sem harmrænt er í hinu skoplega.
Önnur hliðstæða við Dario Fo er hið helga fífl sem hefúr verið fyrirferð-
armikið í kristnihaldi Austurkirkjunnar. Hið helga fífl er enginn fáviti.
Samkvæmt skilningi Vesturkirkjunnar er umrætt fífl hinsvegar fáviti. í skáld-
sögunni Fávitinn leitast Dostójevskí við að skýra spennuna milli persónu
fíflsins einsog hún birtist í rússneskri trúarhefð og hins nautheimska kjána
(sem nánast er hælismatur) í hefð Vesturevrópu. Þetta gerir hann annars-
vegar með því að kalla söguhetjuna, Myshkin, „fursta“, það er að segja
hlálegan valdsmann, hinsvegar með því að kalla skáldsögnuna í heild Fávit-
ann.
Hið helga fífl lét ekki loka sig inni. I stað þess hélt það útá stræti og torg,
tók sér stöðu efst á kirkjutröppum, sótti krár og brúðkaupsveislur, lagði leið
sína í hóruhúsin. Fíflið vildi ekki njóta verndar og skjóls hárra klausturmúra,
heldur stofna sér í hættu gegnvart freistingum. Það leitaði nálægðar við
fjöldann. Hið helga fífl átti til að stela varningi kramaranna og dreifa honum
TMM 1998:1
61