Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 71

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 71
FÍFLIÐ ER ENGINN FÁVITI Ugluspegill tekur fólk á orðinu af háðskri alvöru. Af þeim sökum tekur atburðarásin gjarna aðra stefnu en ætlað var. Hann gerir nákvæmlega það sem fyrir hann er lagt og einmitt þessvegna fer allt í handaskolum. Hjá bruggara á hann að sjóða humal. Ugluspegill sýður hundinn sem hét Humall, og hver getur áfellst hann fyrir það? Hjá veitingakonu biður hann um að fá að „éta fyrir peninga". Ekkert sjálfsagðara. En þegar hún krefst borgunar snýr hann hlutunum við og bendir á að það sé hún sem eigi að reiða ffam peningana, ekki hann. Till Eulenspiegel féll frá árið 1350 og liggur grafinn undir linditré í Mölln í Lauenburg nálægt Lubeck. Enn er þess kostur að skoða legsteininn sem skreyttur er fangamarki hans, spegli og uglu. Þegar sökkva átti kistunni í gröfina slitnaði reipið til fóta. „Við skulum bara láta hann standa þannig,“ sögðu líkmennirnir, „því hann hefur verið undarlegur alla sína ævi og vildi því líka vera undarlegur í dauðanum. “ Á legsteininum stendur: „Diesen Stein soll Niemand erhaben/Eulenspiegel steht hier aufrecht begraben. Anno MCCCL.“ Hið helgafífl Óvissan um skilin milli dáraskapar og skynsemi var viðvarandi umræðuefni í Vesturevrópu allar miðaldir og langt frammá endurreisnartímann. Nægir í því sambandi að nefna Shakespeare og Cervantes. Ekki verður því neitað að Dario Fo eigi ýmislegt sammerkt við Don Kíkóta, að minnstakosti í þeim skilningi að Fo lítur á það sem sitt meginhlutverk að verja lítilmagnann gegn ranglæti og ofbeldi. Sömuleiðis hefur hann, á sama hátt og Cervantes, séð það sem harmrænt er í hinu skoplega. Önnur hliðstæða við Dario Fo er hið helga fífl sem hefúr verið fyrirferð- armikið í kristnihaldi Austurkirkjunnar. Hið helga fífl er enginn fáviti. Samkvæmt skilningi Vesturkirkjunnar er umrætt fífl hinsvegar fáviti. í skáld- sögunni Fávitinn leitast Dostójevskí við að skýra spennuna milli persónu fíflsins einsog hún birtist í rússneskri trúarhefð og hins nautheimska kjána (sem nánast er hælismatur) í hefð Vesturevrópu. Þetta gerir hann annars- vegar með því að kalla söguhetjuna, Myshkin, „fursta“, það er að segja hlálegan valdsmann, hinsvegar með því að kalla skáldsögnuna í heild Fávit- ann. Hið helga fífl lét ekki loka sig inni. I stað þess hélt það útá stræti og torg, tók sér stöðu efst á kirkjutröppum, sótti krár og brúðkaupsveislur, lagði leið sína í hóruhúsin. Fíflið vildi ekki njóta verndar og skjóls hárra klausturmúra, heldur stofna sér í hættu gegnvart freistingum. Það leitaði nálægðar við fjöldann. Hið helga fífl átti til að stela varningi kramaranna og dreifa honum TMM 1998:1 61
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.