Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 72

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 72
SIGURÐUR A. MAGNÚSSON meðal fólksins; það ropaði og leysti vind og kastaði vatni á helgum stöðum. Allt miðaði athæfið að því að sýna fyrirlitningu á svikulum kaupskap, sérgóðu ríkidæmi og yfirdrepshætti. Samt er hið helga fífl fullkomlega einangrað í hávaðasamri mannmergð- inni, enda er ögrandi framkoman til þess ætluð að gera mönnum ljóst hversu einangrað og framandi fíflið er. í þessu einsmannsleikhúsi er fíflið ekki einasta aðalleikarinn með eigið leiksvið, það er ekki einungis sinn eigin leikstjóri heldur líka leikstjóri gónandi lýðsins. Minnir þetta ekki dálítið á Dario Fo þegar hann er á sviðinu? Skyndilega muldrar eða skrækir hið helga fífl einhvern lagstúf, talar í gátum og líkingum, varpar fram samhengislausum glósum meðan það hoppar einsog kráka þvert yfir götuna. Stundum heyrist það bara hrópa merkingarlaus hljóð, „a a a, ó ó ó“, og í næstu andrá er það farið að babla óskiljanlegt smábarnamál. Bergmálstal hins helga fífls er líka velþekkt: þá er einhverri spurningu svarað með því að að endurtaka hana orði til orðs. Spurning: „Hvar hefurðu verið, fífl?“ Svar: „Hvar hefurðu verið, fífl?“ Bergmálstalið notaði hið helga fífl til að sýna frammá hversu glórulaus og fáránleg orðræða manna í rauninni væri. Það kemur hvað greinilegast í ljós þegar hún er endurtekin. Hávært fíflið átti samt ekki síður auðvelt með að breyta um háttalag en prestur sem blaðar fram og aftur í Biblíunni, þó hann trúi í reynd ekki orði af því sem þar stendur. Alltíeinu átti hið helga fífl til að steinþagna og þegja svo fast að það lét í eyrum einsog þrumuveður. Þetta á náttúrlega ekki við um Dario Fo, því hann talar heil ósköp. Þó kvarta þeir sem til hans heyra yfir því að hann tali ekki nóg! Hárbeitt háð Segja má að satíran sé herskátt háð, þessháttar háð sem berar tennurnar. Háðsádeiluhöfundurinn sækir fram til áhlaups; hann hefur ævinlega ákveð- ið mark íýrir augum, nefnilega að koma hinu illa fyrir kattarnef. Hann er talsmaður ákveðins sjónarmiðs; hann vill upplýsa um tiltekin sannindi, og aðferð hans getur verið - einsog hún er hjá Dario Fo - að færa sér í nyt það sem er afkáralegt, ótrúlegt, fáránlegt. En slíkur höfundur verður að velja á milli margskonar fáránleika, og val hans er siðgæðisleg athöfn. Ef honum á að lánast það, sem fyrir honum vakir, verður hann að búa yfir hæfileikum sem duga til að sannfæra sem flesta um að þeir deili skoðun hans á því sem fyrirlitlegt er. Yfir þessum hæfileikum býr Dario Fo. Háðsádeiluhöfundurinn hefur áhuga á því sem menn raunverulega fást við. Hann kunngerir þeim ekki hvað þeir ættu að gera, heldur færir þeim í staðinn yfirlit eða talnaskrá 62 TMM 1998:1
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.