Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 77
UM SÖGU - DE HISTORIÁ
viðurkenna að Árni Magnússon var alltaf að og í vissum skilningi ekki allur
þar sem hann var séður. Ekkert er alfarið rangt af því sem þegar er sagt, en
að hinu ber að gæta að það fór honum best að skrifa eða segja fyrir stuttar
minnisgreinar um afmörkuð atriði, einkum handrit. Hann var líka duglegur
að skrifa bréf. Opinber vettvangur heillaði hann hins vegar ekki og frægð
meðal fræðimanna í Evrópu var ekki á stefnuskránni. Samt er sem á stundum
hafi hvarflað að honum að hann yrði að láta að sér kveða til að vera maður
með mönnum, en aldrei varð neitt úr því, fyrir utan það smáræði sem þegar
er nefnt og sárafáa ritgerðarstúfa á latínu, alþjóðlegu fræðimannamáli sam-
tímans, sem hann lét eftir sig í þokkalega samfelldu máli. Hann skrifaði um
staðarnafnið Gandvík og hvað væri gotnesk tunga, en hafði jafnffamt skoðun
á tungumáli og búferlaflutningum norrænna þjóðflokka til forna.4 Þar eru
á ferðinni smásmugular hugleiðingar um afmörkuð atriði, að öllum líkind-
um ætlaðar vinum hans meðal danskra ffæðimanna. Eina umfjöllun Árna
um nokkurn hlut sem hefur á sér aðferðafræðilegan og allt að því heimspeki-
legan blæ er sú sem hér birtist í íslenskri þýðingu.
Finnur Jónsson gaf ritsmíðina út á frummálinu, latínu, sem allt að því
samfellda ritgerð undir heitinu „De studio historico", en það blekkir lesand-
ann. Árni samdi ritgerðina, ef ritgerð skyldi kalla, í sex lotum, en raðaði
brotunum saman síðar og setti fyrirsögnina „De historiá“ á forsíðu 1 tilefhi
af því. Þetta kemur greinilega fram í eiginhandarriti hans í AM 228 8vo, bl.
83-93.5 Mér virðist sem greinarnar séu skrifaðar skömmu eftir að Árni kom
til Kaupmannahafnar eftir dvöl á íslandi við gerð jarðabókar, það er að segja
á árunum 1713-1720. Ekki er ljóst hver tilgangurinn var eða hverjir viðtak-
endur áttu að vera. Hugsanlega undirbjó hann kennslu eða honum datt þetta
í hug við lestur bóka. Margt er þarna bitastætt og fróðlegt aflestrar, en ekki
verður farið frekar út í það hér. Þó nefni ég áherslu Árna á gildi samtímasögu
og nauðsyn orsakaskýringa, en slíkar skoðanir virðast ekki í rökréttu sam-
hengi við annað sem vitað er um áhugamál hans og aðferðir.
Ekki þarf að útskýra neitt í fyrstu greinunum, en umfjöllunarefni þeirrar
síðustu kann að þykja kyndugt við fyrstu sýn. Þar tekur Árni afstöðu í miklu
hitamáli samtímans, sem helst líkist ágreiningi nú til dags um það hvort
fótnótur eigi að vera neðanmáls eða aftanmáls eða þá alls ekki með. Gögn
sem sagnfræðingar á 17. öld notuðu við vinnu sína voru að mestu leyti
óprentuð og menn lögðu ofurkapp á að birta þau í heild svo aðrir fengju
notið. Deilan snerist um það hvort ætti að gera það jafnóðum í meginmáli
eða sérstaklega aftast. Til dæmis um hið síðara má nefna bók sem hefur verið
ljósprentuð og er til í Þjóðarbókhlöðu. Það er saga Genfar effir Jacob Spon
(1647-1685), sem kom út í endurskoðaðri útgáfu að honum látnum árið
1730. Fyrra bindið geymir texta höfundar með athugasemdum útgefandans,
TMM 1998:1
67