Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Qupperneq 78
ÁRNI MAGNÚSSON
Jean-Antoine Gautier, á 556 blaðsíðum, en í síðara bindi bætti Gautier við
75 skjölum og 57 innsiglum á nærri 300 blaðsíðum. Réttlæting hans fyrir því
var einmitt sú sem Árni nefnir, að ekki nægði að fullyrða um staðreyndir
heldur þyrfti að rökstyðja sannleikann með sönnunum.6
Mannanöfn í seinustu greininni þarfnast líka örlítillar útskýringar og mun
Clericus vera Jean Le Clerc (1657-1736), mikilvirkur og deilugjarn guðfræð-
ingur og sagnfræðingur, en þekktastur fyrir bókina Ars critica og ritstjórn á
tímaritunum Bibliothéque universelle et historique, Bibliothéque choisie og
Bibliothéque ancienne et moderne. Meibom eldri (1555-1625) var prófessor
í bókmenntum og sagnfræði í Helmstedt í Þýskalandi og gaf út aragrúa rita
um forn fræði, en sonarsonur hans Heinrich Meibom yngri (1638-1700) var
læknir og sagnfræðingur, um nokkurt skeið kennari í sömu greinum á sama
stað og afi hans. Gilbert Burnet var enskur sagnffæðingur og biskup (1643-
1715), en Cæsar Baronius (1538-1607) bókavörður í Vatikaninu og gaf út
kirkjusögu í tólf bindum. Gerhard Johannes Vossius (1577-1649) var einn
þekktasti fræðimaður síns tíma og kenndi lengi við háskólann í Leiden.7 Ekki
hvarflar að mér að gera tilraun til að rekja þá staði sem Árni vísar til.
Latínustíll Árna er heldur tyrfinn, setningar langar og merkingin ekki
alltaf nógu ljós. Þýðingin einfaldar uppbygginguna örlítið til skilningsauka,
án þess þó að skerða hár á höfði textans. Hér eru sett númer framan við
einstakar greinar Árna. Hann setti sjálfur greinaskil í aðra greinina, en hér
er þeim bætt inn í þá síðustu. Frederick M. Ahl, Ólafi Halldórssyni, Sigurði
Péturssyni og Sveinbirni Rafnssyni er þakkað fyrir ómetanlegar ábendingar.
Már Jónsson
1 Christian Gottlieb Jöcher, Allgemeines Gelehrten-Lexicon. Fjögur bindi, Leipzig 1750-1751:
III, d. 39.
2 Ritgerðin er endurprentuð í Arne Magnussons levned og skrifter. Finnur Jónsson gaf út.
Tvö bindi, Kaupmannahöfn 1930: II, bls. 114-15. Um tímaritið, sjá Asta Ekenvall, „Om
de första larda tidskrifterna.“ Lychnos 1941, bls. 189. Árna til afbötunar varðandi íslend-
ingabók skal þess getið að mikið liggur eftir hann til undirbúnings útgáfunnar, sjá Levned
og skrifter II, bls. 1-108, en ekki síður handritin AM 364 4to og AM 254 8vo í varðveislu
Árnastofnunar á Islandi.
3 Levned og skrifter I, 2, bls. 41—42; Arne Magnussons private breweksling. Kristian KSlund
gaf út. Kaupmannahöfn 1920, bls. 33.
4 Levned og skrifter II, bls. 109-13 og 288-90.
5 Levned og skrifter II, bls. 123-26. Finnur sleppir fyrirsögn og fyrstu klausu. Handritið er
geymt í Árnasafni í Kaupmannahöfn og enn sem komið er ekki til á ljósmyndum í
Reykjavík.
6 Jacob Spon, Historie de Genéve. Tvö bindi. Ljósprentuð útgáfa, Genf 1976. Rökstuðningur
fyrir birtingu skjala er í inngangi að fyrra bindi, bls. ii-iii: „Mais, comme il ne suffit pas
68
TMM 1998:1