Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 79
UM SÖGU - DE HISTORlA
d’alleguer des Faits, dans une Histoire, si l’on n’en justifie la Vérité, nous joignons á
celle-ci, plusieurs Actes, qui en sont autant de Preuves."
7 Jöcher, Allgemeines Gelehrten-Lexicon I, d. 799-800 (Baronius), 1503-1504 (Burnet),
1958-59 (Le Clerc); II, d. 358-61 (Meibom eldri ogyngri); IV, d. 1716-20 (Vossius). Um
þann síðastnefnda, sjá C.S.M. Rademaker, Life and Work ofGerardus Joannes Vossius. Assen
1981.
Um sögu
1.
Þúkýdídes kallaði sögu fagrati spegil mannlegs lífs.
2.
Það sem hér fer á eftir á við um flestar sögulegar rannsóknir. Vér höfum ekki
nægan áhuga á að færa atburði vorra tíma í letur, því að þeir eru oss of ferskir
í minni. Einnig halda okkur ffá skráningu þeirra bæði óvild sem búast má
við að hljótist af því að segja sannleikann og skortur opinberra skjala sem
embættismenn fela vandlega, að hluta til vegna skaða sem þeir óttast að geti
leitt af því að þau verði opinber, að hluta til svo að fáfræði þeirra og sviksemi
komi ekki fyrir augu athugulla manna. Á sama tíma falla þeir ffá sem þekktu
málavöxtu, orsakir atburða og samhengi. Með þeim týnist vitneskjan um
þessa hluti. Effir standa falsaðar eða óljósar frásagnir.
Þá fyrst verða líka atburðir áhugaverðir og vér fyllumst löngun til að afla
oss vitneskju um þá. Þess vegna leitum vér af mikilli kostgæfni opinberra
skjala sem eru aðgengileg, en einnig ómerkilegustu heimilda sem væru
einskis virði ef vér hefðum ekki sleppt því meðan færi gafst að færa atburðina
í letur þegar eftir að þeir áttu sér stað. Úr þessum skjölum eru tínd saman
annálabrot sem ekki setja atburði í samhengi orsaka og afleiðinga, en slíkt
samhengi hlýtur að vera meginuppistaðan í sögu og er það sem gefur henni
hvað mest gildi.
Embættismenn sem halda um stjórnartauma ríkja vilja ekki skrifa sögu
aldar sinnar, þó að þeir einir geti gert það svo vel fari, þar sem þeir áttu stóran
þátt í atburðarásinni. Það sama á við um menn sem auðveldlega geta leitað
eftir vitneskju um gang mála, enda þótt þeir hafi ekki sjálfir komið við sögu.
Enginn almúgamaður getur skrifað sögu síns tíma á fullnægjandi hátt.
Hins vegar er betra að öll samtímasaga (ég á við sögu föðurlandsins) sé
skrifuð af manni með heilbrigða skynsemi, að ég ekki segi vitrum manni. Af
þeirri sögu má hafa meiri not en hinni, sem skrifuð er um löngu liðna
TMM 1998; 1
69