Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 80
ÁRNI MAGNÚSSON
atburði, jafnvel þótt sú hafi verið samin af mikilli nákvæmni. Þar skortir
nefnilega ástæður atburða sem alls ekki má vanta í sögu.
3.
Það sem ekki hvað minnst stendur í vegi fyrir sagnaritun er áhugaleysi
ráðamanna, sem stafar af því að mönnum sem lætur illa að stjórna er ekki
umhugað um að verkum þeirra verði hampað þegar fram líða stundir. Þeim
sem ferst vel úr hendi að stjórna er fullkomlega ljóst að þeirra merkustu verka
verður minnst í riti án íhlutunar þeirra sjálfra, ef ekki af undirmönnum
þeirra, þá örugglega af einhverjum öðrum. Þeim er ekki mikið í mun að öll
ævi þeirra verði kunn komandi kynslóðum, því að þeir láta sér nægja að
þeirra glæstustu verkum, sem urðu þeim til hvað mestrar vegsemdar, sé
haldið lifandi í minni manna.
4.
Þekking á fornum tíma, sem fæst úr bréfum, annálabrotum og öðrum
gögnum sem staðist hafa tímans tönn, er sett á bók af áhugasömum mönn-
um um fortíðina og gefin út opinberlega. Þó að mikið vanti upp á þá sögu
miðað við hina, sem samin er af höfundi sem var uppi þegar atburðirnir áttu
sér stað, er hún samt sem áður gagnleg, því að hún sýnir röð konunga og
meiriháttar breytingar. Þess vegna (enda þótt við hefðum kosið að vita
meira) veitir hún nokkra þekkingu um ríki okkar. Af því leiðir að ekki er við
þá að sakast sem setja saman þessi skrif úr brotum. Án þeirra myndum við
ekkert vita um fortíðina, ekki hvort forfeður okkar hefðu verið siðfágaðir og
dyggðugir eða ósiðaðir og menningarlausir villimenn, ekki einu sinni hvort
landið sem við búum á reis úr sæ fyrir hundrað árum. Það bæri ekki vott um
mikla menntun.
5.
Mun auðveldara er að skrifa sögu héraða en konungdæma vegna þess að
atburðir í héruðum eru almennt mun þekktari en atburðir í konungdæmum.
Það helgast af því að atburðir í héraði, orsakir þeirra og tengsl ráðast af
skipunum héraðshöfðingja, sem langoftast eru gefnar skriflega og ekki er
hægt að halda leyndum um lengri tíma. Raunar snertir það sögu héraðshöfð-
ingjans en ekki héraðsins í hvaða tilgangi hann hefur gefið þessar skipanir.
70
TMM 1998:1