Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 81
UM SÖGU - DE HISTORIÁ
6.
Þeir sem taka saman sögur um forna atburði bæta annaðhvort inn í ffásögn-
ina gögnum, sem gera hana trúverðugri, eða bíða með þau til enda verksins
eins og um væri að ræða vottfest skjöl. Ekki alls fyrir löngu lét Clericus í ljós
óánægju með slík innskot skjala í riti þar sem hann fjallar um skrif Meibomi-
usar eldri, og þau virðast heldur ekki vera Vossiusi að skapi (sjá Um listina
aö skrifa sögu). Ég verð að viðurkenna að slík innskot skjala (sem stundum
eru afar löng, enda birt frá upphafi til enda og offast óþörf fyrir það sem á
að sanna) verða oft til þess að tefja lesanda sem er að flýta sér og valda því
stundum að hann gleymir sér. Á hinn bóginn mun mönnum sannarlega ekki
finnast það þakkarvert ef stöðugt þarf að fletta bók fr am og aff ur til að athuga
heimildir í bókarlok sem eru nauðsynlegar til rökstuðnings. En annað
tveggja verður að gera.
Enda þótt við látum okkur líka að sagnaritari setji ekki, með almennum
orðum sagt, innsigli eiðsvarinna manna (það er vitna) undir sögu sína, er
það einmitt það sem mest á ríður. Alveg eins og þegar um er að ræða
sagnfræðing sem skrifar sögu samtíma síns, þá krefjumst við þess, ef hann
er ekki algjörlega sneyddur allri skynsemi og réttsýni, að hann leiti þekkingar
á atburðum af heiðarleika og gerist ekki svo djarfur að skrifa það sem allir,
jafnvel meðan hann er enn á lífi, vita að er rangt og þora að tjá sig um. Þar
að auki tóku sagnfræðingar iðulega þátt í atburðum sem þeir lýstu eða voru
kunnugir mönnum sem það gerðu. Á sama hátt ætti alls ekki að taka
sagnaritara trúanlegan sem segir frá atburðum liðins tíma þegar hann sjálfur
man ekki eftir þeim, nema hann noti traust vitni af trúverðugleika. Að
öðrum kosti gerðu menn sig seka um svívirðilega lygi. Nei, hæfileikaríkur
sagnaritari sem er annt um orðstír sinn og fullur áhuga á góðri sögu verður
að nota skjöl sem víst er að séu óskert því hann óttast að með tímanum muni
heimildirnar hverfa þaðan sem hann fékk þær. Einnig verður að taka til
greina að ekki er hægt að kalla slíkar frásagnir um forna atburði söguleg rit,
nema þá annars flokks. Oftast vantar í þær ástæður og tengsl atburða, nema
þegar slíkt má finna í heimildum líkt og fyrir tilviljun, og varla nema þær
segi ffá atburðum og hlutum sem voru almennt kunnir þegar þeir áttu sér
stað. Fyrir vikið væri rétt að rannsaka nánar þær frásagnir um þessa fornu
atburði sem staðist hafa tímans tönn. í slíkum tilvikum virðist fara betur á
því að kynna sannanir til sögunnar jafnharðan heldur en að vísa þeim á
annan stað, því að þegar þeirra er þörf renna þær styrkari stoðum undir
skoðanir lesandans um það sem átti að færa sönnur á. Um leið eyða þær
öllum grunsemdum um rangar fullyrðingar. Þeir sem vilja að beðið sé með
TMM 1998:1
71