Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Blaðsíða 85
AF HVERJU VORU ÍSLENSKAR FORNSÖGUR SKRIFAÐAR Á . . . ara á biskupsstólnum á Hólum snemma á 12. öld. Voru engir slíkir listamenn við aðra norræna biskupsstóla eða höfðu þeir ekki sömu áhrif þar? Ekki er heldur hægt að fallast á aðra gamla kenningu, nefnilega að svonefnd einangrun fslands hafi skapað þessa bókmenningu, og fslendingar hafi á löngum vetrarkvöldum tekið það til bragðs að skrifa mikil skáldverk af því þeir voru að drepast úr leiðindum! í fyrsta lagi áttu íslendingar lífleg samskipti við meginland Evrópu og allar götur til Miðausturlanda, einmitt á þeim tíma þegar sögurnar voru skráðar á móðurmálinu. Meiri líkur eru til að öll þau kynni hafi einmitt verkað hvetjandi á sagnaritun. í öðru lagi voru menn langtum einangraðri í nyrstu byggðum Skandinavíu, og þar eru enn lengri, dimmari og kaldari vetrar- kvöld en á íslandi. í þriðja lagi eru harla litlar líkur á að það hafi verið af einskærri lífshamingju sem ánauðugir kvaðabændur í lénsríkjum Evrópu skrifuðu ekki sínar eigin örlagasögur á miðöldum. Ótrúlega einföld skýring Leita verður í eigin brjóstvit þegar maður stendur á gati og litla hjálp er að finna í vönduðum fræðiritum. Fyrir um það bil áratug þóttist ég greina ljósglætu að svari við því sem á þótti vanta. Nú er ég búinn að prófa þessa heimatilbúnu skýringu við svo mörg tækifæri og á svo margra þjóða hrekk- leysingjum að það er eins gott að gangast við henni opinberlega áður en einhver áheyrenda fer að breiða hana út. Sé hér um einhverja grundvallar- meinloku að ræða verður vonandi einhver svo vænn að benda á hana svo unnt verði að bæta ráð sitt hið fyrsta. Skýringin er að sjálfsögðu nauðaeinföld eins og ósjaldan er um lausn á ráðgátu. Hún er líkrar ættar og lögmálið um ffamboð og eftirspurn, sem ekki ber samt að skilja svo að höfundar eða skrifarar sagnanna hafi beinlínis selt framleiðslu sína á opnum markaði. Til þess að bækur séu skrifaðar þarf helst einhver að vilja lesa þær eða að minnsta kosti eiga þær. Eftir að tiltölulega ódýr pappír komst á boðstóla hérlendis frá 16. öld gátu sumir að vísu leyft sér að þjóna eigin skriflund án öruggs endurgjalds. Og enn eru þeir til nú á dögum sem segjast láta sér nægja að skrifa einungis fyrir eigin skúffu eða óvissan markað. En það er af og frá að íslenskir sagnamenn eða eignamenn á miðöldum hafi skrifað eða látið skrifa sögubækur á rándýrt skinn í slíku augnamiði. Það hlýtur að hafa verið gert samkvæmt óskum og eftirspurn. Hverjir skyldu hafa kært sig um að eiga og lesa eða heyra sögubækur á íslensku á miðöldum, heilagra manna sögur, konungasögur, fornaldarsögur, riddarasögur, íslendinga sögur? Varla aðrir en þeir sem betur kunnu íslensku TMM 1998:1 75
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.