Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 86

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 86
ÁRNI BJÖRNSSON en latínu. Og hverjir voru þeir? Öðrum fremur sæmilega og vel stæðir íslenskir bændur og jafnvel frjálst verkafólk þeirra. Rétt eins og nú á dögum fjölmiðla hefúr fólk þyrst í afþreyingu og aðra andlega neyslu sem að sjálfsögðu var misjöfn að gerð og gæðum. Orsök sagnaritunar á móðurmálinu var blátt áfram fólgin í þeirri samfé- lagsgerð sem ríkti á íslandi þegar ritlistin barst hingað norður með kristinni kirkju á 11. öld. Þegar það gerðist höfðu íslendingar verið lausir við konung- legt framkvæmdavald í hálfa aðra öld eða nokkrar kynslóðir. Á þeim tíma var því enn til hópur frjálsra efnabænda og miðlungsbænda sem höfðu ráð á að veita sjálfum sér og sínum nokkra bóklega afþreyingu sem ýmist gat verið nytsamleg skemmtan, dægradvöl eða innræting. í þessu viðfangi skiptir ekki öllu máli hvort þessir frjálsu miðlungsbændur voru frekar tíu hundraðs eða helmingur stéttarinnar. Aðalatriðið er að á 11. og 12. öld hafði aðalsveldi eða lénsskipulag með ótæpilegri kúgun bænda ekki náð að myndast hér á landi eins og annarsstaðar í Evrópu. Bændur höfðu enn formlegt frelsi til að velja sér þann goða sem þeim þóknaðist. Á sama tíma ríkti nokkurt jafnvægi milli hins kirkjulega og veraldlega valds. Þetta ástand entist í stórum dráttum langt fram á 13. öld þótt auður tæki smám saman að safnast á hendur nokkurra ætta eftir því sem á leið. Það var því ekki nein smástund sem þessi félagsskipan hélt velli, heldur álíka langur tími og nú er liðinn frá því að Evrópumenn hófu fyrir alvöru landnám í Ameríku. Upplestur sagna í heyranda hljóði hefur verið tiltölulega aðgengileg af- þreying eftir að sögur voru komnar á skinn. En helst þurfti að sjálfsögðu að fjölfalda þær svo þær gætu dreifst um byggðir, og það varð ekki gert nema með afritum. Ekki er ósennilegt að það hafi tekið nokkurn tíma, jafhvel kynslóðir, að komast vel upp á lag með að verka kálfskinn til bókagerðar. Það gæti verið ein skýring þess að sárafá handrit og engin sagnahandrit eru til frá því fyrir 1200 þótt höfundur Fyrstu málfræðiritgerðarinnar greini frá þýðingum helgum, lögum, áttvísi og spaklegum fræðum Ara fróða um miðja 12. öld. Bœndur í öðmm löndum Þá mætti spyrja hvort ólærða bændur og vinnufólk í öðrum löndum Norð- ur-Evrópu hefði ekki á sama hátt þyrst í þvílíka sagnaskemmtan. Án efa og ekki síður, ef þau hefðu átt þess kost. Munurinn var sá að á þessum tíma voru nánast ekki til neinir frjálsir miðlungsbændur hvað þá smábændur sunnar í Evrópu. Bændur voru ánauðugir leiguliðar stórjarðeigenda, junkara, greifa, fursta, klaustra og kirkna, og staða þeirra var litlu skárri en þræla. Jarðeig- 76 TMM 1998:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.