Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 92
GUÐNl ELÍSSON
um greinasafh Kristjáns í Lesbók Morgunblaðsins segir hann að nú hafi hið
fátíða gerst; „íslenskur fræðimaður fari með fræði sín út fyrir fílabeinsturn-
inn“ (Karl 8B). Ég verð að viðurkenna að þessi niðurstaða Karls þykir mér
undarleg. I menningarumræðu Kristjáns er fátt sem gefur til kynna að hann
taki yfirvegað á málefnum samtímans.
Ádeila Kristjáns á póstmódernismann hefur vakið sterk viðbrögð og
margir hafa svarað honum opinberlega, jafnt á síðum Morgunblaðsins sem í
Ríkisútvarpinu. Gagnrýni mín beinist þó að öðrum þáttum í skrifum hans.
1 grein sinni „Að lifa mönnum“ segir hann eitt mikilvægasta hlutverk
kennara og fræðimanna vera að „koma æsku landsins til nokkurs þroska“
og búa „hana undir líf og starf í nútímaþjóðfélagi“ (a 253). Ég er þeirrar
skoðunar að kenningar Kristjáns uppfylli seint það hlutverk og sé mér ekki
annað fært en að deila á margar þær fullyrðingar, rökfærslur og niðurstöður
sem hann setur fram í grein sinni um háskólakennarann.
1. Úti áystu snös
í upphafi greinarinnar skiptir Kristján skyldum háskólakennara í tvennt.
Þeim ber að hafa hliðsjón af almannahag við val rannsóknarefna og sinna
fræðslu- eða vegsagnarskyldu gagnvart almenningi. Með þessar skyldur að
leiðarljósi hafnar Kristján fræðakenningu sem hann nefnir .snasarkenning-
una‘, en hún kveður á um að „hver snös í klungrum þekkingarinnar sé
athugunarverð“, óháð notagildi og að hana „beri að rannsaka eingöngu af
því að hún er þarna og gildi rannsóknarinnar sé eingöngu það að vera
rannsókn“ (a 256-57). Að mati Kristjáns vanrækir slík fræðastefha þarfír
samfélagsins, eflingu „lands og lýðs“ (a 254).
Kristján viðurkennir reyndar að til séu fræðigreinar sem gefi snasarkenn-
ingunni vægi, s.s. eðlisffæði, þar sem off er ómögulegt að vita hvort rann-
sóknir á líðandi stund komi að notum í framtíðinni. Óvissan um
ff amtíðarnýtingu getur því réttlætt sumar rannsóknir en þó ekki vegna þess
að rannsóknin sé „góð sem slík“ (a 257) enda gangi sú skoðun þvert á
nytjakröfuna: „Höggstokkur getur líka verið góður sem slíkur - gott eintak
af tegundinni höggstokkur - en það eitt getur naumast talist fullnægjandi
ástæða til að framleiða hann“ (a 257). Kristján tengir slíkar höggstokksrann-
sóknir í nútímanum forn-grísku sófistunum:
Sókrates kenndi okkur í samræðunni Gorgíasi að til væru „fleðulistir":
starfsemi sem væri hvorki holl fýrir iðkandann né göfug út á við [...]
Rétt eins og til eru fleðulistir sé ég ekkert því til fýrirstöðu að til geti
verið „fleðufræði“: fræði sem hvorki eru heilnæm né virðingarverð,
82
TMM 1998:1