Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 93

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 93
„DORDINGULL HÉKK ÉG í LÆBLÖNDNU LOFTI fræði sem ástæðulaust er að mylja undir fólk við rannsóknir á með opinberu fé, bara vegna þess að einhverjum hafi sýnst svo að gaman væri að „skoða þessa snös“. Sem eitt lítið dæmi má nefna að nú er búið að rýma burt höfundum á borð við Shakespeare úr námsefnislistum ýmissa bandarískra háskóla í nafni „pólitískrar rétthugsunar“ („polit- ical correctness“). Hann fór víst ekki öldungis viðeigandi orðum um það hvernig menn hokruðu að konum. í staðinn er leitað með logandi ljósi að verkum sem helst uppfýlli þau skilyrði að hafa verið samin af blökkukonu í hjólastól er varð fýrir kynferðislegri áreitni í bernsku af hálfu hvítingja, giftist síðan tvíkynhneigðum alkóhólista af spænsk- um ættum og ól upp með honum þroskaheft barn. Sumum kann að virðast þessi snös bókmenntaffæðanna fýsileg skoðunar; mér sýnist aftur á móti að hún verði tæpast mikil heillasnös um að þreifa, og að minnsta kosti alls ekki fýrir þá sök eina að hún sé til sem snös - sem hún er þó ugglaust. [. . .] Og jafnvel þótt ffæðin séu iðkendunum sjálfum til gamans eða gagns, en engum öðrum, sé ég tæpast ástæðu til að slík sjálfsgæluffæði, menntun í þeim og rannsóknir séu kostuð af almannafé. (a 257-58) Kristján sker upp herör gegn sjálfsgælufræðum og má segja að greinin öll einkennist á megnri andúð á ríkisreknu menningarrunki. Ekki svo að skilja að hann vilji að öll fræðimennska lúti lögmálum markaðarins, því fleðufræð- in eru þau einu sem óþarfi er að kosta af almannafé. Heimspekingurinn telur eigin skrif eflaust annars eðlis, enda fullfær um að greina á milli sannra og ósannra fræða: „Þannig eru öll sönn, ,fleðulausl, fræði hagnýt og stuðla að bættum hagþjóðarinnar, ekki síður en auknum einstaklingsþroska, svo lengi sem við munum taka saman höndum og halda á loff hugsjóninni um sameðli þeirra - og um samábyrgð allra vísindamanna“ (a 261-62). Ástæðulaust sé að ausa úr opinberum sjóðum í þá blekbændur sem ábyrgðarlaust bæta þarflausum ritum í útgáfufjall fræðanna. í nafni andlegs heilbrigðis megi útiloka alla sem vanrækja fræðilega samfélagsskyldu sína, því rannsóknir þeirra séu hvorki heilnæmar né virðingarverðar. Með því að styrkja þá væri hreinlega gengið á rétt skattborgara. Fræðimaðurinn verður að „minnast þess að andvirkin liggja honum misnálægt garði [...] frelsi fýlgir ábyrgð, í þessu tilviki ábyrgð háskólakennara á að velja sér rannsóknarefni við hæfi“ (a 262). í Frelsinu varar John Stuart Mill við slíkum hugmyndum um félagslegar skyldur þegnanna og tengir þær félagsritaranum sem hafnar öllum reglum sem réttlæta trúarofstæki og ofsóknir, en „bendir síðan á ,hinn mikla regin- mun‘ á slíkum reglum og reglum félags síns“ (Mill 160-61). Allir þegnar samfélagsins eiga að fylgja félagi hans að málum og löggjafarvaldið á að vernda hann gegn þeim einstaklingum sem bregðast hlutverki sínu og ræna TMM 1998:1 83
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.