Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 95
„DORDINGULL HÉKK ÉG í LÆBLÖNDNU LOÉTI“
menningar á ystu snös. Til marks um ófremdarástandið í menntamálum
samtímans heldur Kristján því fram að Shakespeare sé ekki lengur lesinn í
mörgum bandarískum háskólum.
Nú er svo komið að hægt er að skoða námsefhislista háskóla á vefnum (sjá
t.d. http://www.globalcomputing.com/college/collegeb.html). Ég fór því inn
á heimasíður bandarískra enskudeilda og leitaði staðfestingar á þessum
skelfilegu fféttum. Af handahófi valdi ég alla þá háskóla sem höfðu upphafs-
stafinn B í nafni sínu, alls 38 skóla. Þeir 23 skólar sem birtu námsefnislista
voru allir með námskeið helgað úthýsta leikskáldinu hans Kristjáns á skóla-
árinu 1996-97 og sumir fleiri en eitt, alls voru það 36 námskeið. Shakespeare
er þó kenndur víðar innan enskudeilda. Á hverju ári eru eitt eða fleiri leikrit
lesin í enskri bókmenntasögu, harmleikjanámskeiðum, í 17. aldar bók-
menntum og fræðilegum námskeiðum. I Boston College vormisserið 1997
eru þrettán námskeið með einu eða fleiri leikritum. Ég fór fljótt yfir námsefni
hvers skóla og vafalaust eru fleiri námskeið helguð Shakespeare og hann
kenndur í fleiri yfirlitsnámskeiðum. Sem dæmi má nefna að sá skóli sem ég
útskrifaðist ffá og þekki því best, University of Texas í Austin, er með 18
námskeið helguð Shakespeare einum á BA stigi skólaárið 1996-97. Svo
virðist sem Kristján hafi í þessu tilviki vanrækt þá grunnskyldu fræðimanns-
ins að færa rök fyrir skoðunum sínum.
Kristján telur Shakespeare standa ógn af pólitískum rétttrúnaði kvenna-
fræðinnar. Hér má greina þá hugmynd sem Ben Jonson lýsti svo glæsilega
að Shakespeare tilheyri ekki „einni öld, heldur öllum tímum!“ (Jonson 264).
Samkvæmt því gætu 20. aldar kvenffelsishugmyndir brenglað ,sannan’ skiln-
ing okkar á verkum sem hafin væru yfír tímabundið gildismat og ,rétt svör‘
vafasamrar samtíðarrökvísi græfu undan eilífum sannleika leikritanna. Út
ffá jafnréttissjónarmiði væru þau óhentug leiðsagnarrit um stöðu og hlut-
verk kvenna í nútímasamfélagi, en slíkt sjónarmið bæri þá að sama skapi að
forðast.
í bókmenntafræði samtímans hefur hefðbundin fagurfræði smám saman
vikið fyrir greiningu sem tekur mið af fjölmörgum félagslegum, bókmennta-
legum og sögulegum þáttum. Staða hefðarbókmennta er þó enn sterk, enda
eru brautryðjendur nútímagreiningar íhaldssamari en bæði þeir sjálfir og
andmælendur þeirra vilja viðurkenna. Klassíkin er einnig lesin vegna þess
að hún er mikilvægur vitnisburður um sögulegt gildismat. í greiningu á
klassískum endurreisnarbókmenntum hafa femínískir fræðimenn síðustu
ára farið í saumana á þeirri hugmyndafræði sem liggur að baki kven- og
karllýsingum og margt af því vandaðasta sem skrifað er um endurreisnar-
leikritun kemur frá þessum bókmenntafræðingum. Bækurnar eru fleiri en
svo að hægt sé að nefna nema örfá dæmi, en lesendum til glöggvunar má
TMM 1998:1
85