Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 96

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 96
GUÐNl ELÍSSON benda á verk Catherine Belsey, The Subject ofTragedy: Identity and Dijference in Renaissance Drama (1985), Lindu Woodbridge, Women and the English Renaissance: Literature and the Nature ofWomankind, 1540-1620 (1986) og Lisu Jardine, Still Harping on Daughters: Women and Drama in the Age of Shakespeare (1989). Staða Shakespeares hefur því á engan hátt veikst, enda er aðeins hægt að úthýsa höfundi úr bókmenntaumræðunni með því að tala ekki um hann eins og femínistar eru duglegir að benda á. Hlutur Shakespeares innan háskólans væri íyrst í hættu ef hann einangr- aðist frá fræðasamfélaginu. Kristján dregur upp villandi mynd af verksviði femínista, sem hann telur stunda ritskoðun og þannig koma í veg fyrir fræðilega umræðu um bókmenntir. Raunin er önnur. Gömul verk, sem sérstaklega voru skrifuð til höfúðs konum, eru dregin fram í dagsljósið að nýju þar sem þau varpa ljósi á stöðu kynjanna í samfélagi 16. og 17. aldar. Fjölmörg dæmi má nefna um endurreisnarverk sem voru vanrækt en eru nú lesin út ffá stöðu kynjanna, s.s. leikrit Thomasar Heywood A Woman Killed with Kindness (1603), Beaumonts og Fletchers The Woman Hater (1606), Arden ofFaversham (1590?) og Swetnam the Woman Hater (1618?). Sú hugmynd að listir miðli ekki eilífum og óbreytilegum sannleika hefur valdið ólgu í menningarumræðunni. Andmælendur hennar fullyrða að með þessu sé reynt að þurrka út fagurbókmenntir. Samkvæmt þeim hefur arf- leifðinni verið hafhað og sá menningarlegi stöðugleiki sem menn bjuggu áður við er horfinn. Þessi rök gefa falska mynd af stöðugleika hefðarbók- menntanna. Goðsagan um eilífleika sannrar listar hefur aldrei tryggt höf- undum ævarandi sess innan hefðarinnar eða haldið þeim utan við hana. Dæmi Kristjáns er því úr lausu lofti gripið. 3. Farsœld ogfötlun Kristján segir kennarann hafa velferðarskyldu að gegna í samfélaginu og spyr í forundan hvers vegna háskólakennarar nútímans séu ekki „jafn vaknir og sofnir í að uppfræða almenning og forverar þeirra á Islandi?“ (a 263). Fyrir 75 árum höfðu menn eins og Sigurður Nordal og Ágúst H. Bjarnason „það yfirlýsta markmið að fræða almenning um ýmsar nýjungar er fram hefðu komið úti í hinum stóra heimi“ (a 262), en nú virðist slíkt liðin tíð. Grein Kristjáns ber öll merki tragískrar sögusýnar sem vísar til glæstra en glataðra tíma. Slíkri hugsun fylgir áköf fortíðarþrá þar sem lítið tillit er tekið til sögulegs veruleika. Kristján bregður reyndar út af hinu hefðbundna ubi sunt minni með því að benda á að gullöld ,alþýðufræðaranna‘ sé ekki endilega lokið. Enn séu til menn sem gefa sig alla í lýðfræðsluna: „við heimspekingar höfum t.d. verið talsvert iðnir við þennan kola á síðustu árum“ (a 263). Og 86 TMM 1998:1
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.