Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 105

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 105
„DORDINGULL HÉKK ÉG í LÆBLÖNDNU LOÉT1“ Það var ekki fyrr en járntjaldið féll að í ljós kom „að gömlu tölurnar, sem hver át eftir öðrum, voru alrangar“ (Þorvaldur 170). Af þessum orðum Þorvalds ætti að vera ljóst að fræðimenn geta stundum gefið almenningi rangar upplýsingar. Ég rekþessaþætti til þess að vekja athygli á flóknum tengslum fræðimanns við samfélag. Stundum er ekki hlustað á ffæðimanninn, í öðrum tilvikum er honum meinað að tala. Á íslandi hafa málræktarmenn við fullkomin skilyrði reynt að ,lækna‘ landann af þágufallssýki. Þessi glíma hefur staðið um áratuga skeið en borið lítinn árangur. Þó eru bæði ,sjúklingar‘ og ,læknar‘ sammála um fallbeygingarbölið. Mig langar í þessu samhengi að vara við hugmyndinni um yfirburðasýn fræðimannsins sem átakalaust prédikar yfir þegnum sem hlusta á hann í einu og öllu. ,Lýðfræðari‘ Kristjáns er yfirburðamaður sem líkt og Móses leiðir þjóð sína út úr eyðimörkinni. Fræði í þessum skilningi eru ekki samræða manna á milli, því háskólakennarinn miðlar sannleikanum niður til þjóðar sinnar. í nafni þessarar „fyrirbyggjandi almannafræðslu“ hvetur Kristján háskóla- kennara til þess að forða almenningi ffá voða kunnáttuleysisins. Kennarinn á að upplýsa samborgara sína um lærdóm ff æðanna og leiða þeim fyrir sjónir hættulegan þekkingarskort. Með þetta í huga segir Kristján lesendum sínum dæmisöguna um siðlega bifvélavirkjann: Er ekki háskólakennari að sumu leyti eins og bifvélavirki sem sér að nágranni hans er að fikta við bílinn sinn af ótæpilegri vankunnáttu og á þar með á hættu að slasa sig? Er ekki skylda bifvélavirkjans að hrópa varnaðarorð yfir lóðamörkin? Ekki veldur sá sem varar. Þarna er um nokkuð augljósa siðferðisskyldu að ræða og ekki verður annað séð en að háskólakennara beri jafnbrýn skylda og bifvélavirkja til að koma á framfæri við fólk þekkingu sem hann býr yfir og getur, eins og í dæmi Þorvalds, forðað því frá stórslysum./.../ Ég er það stórlátur fyrir hönd okkar háskólakennara að telja að við höfum flestir yfir að ráða einhverri þekkingu til slysavarna af því tagi sem Þorvaldur tók dæmi af. En þekkingarmiðlunin, alþýðufræðslan, verður þá að eiga sér stað á vettvangi sem almenningur á aðgang að og á máli sem hann skilur. (a 266) Dæmi Kristjáns er lýsandi fyrir takmarkaða sýn hans á stöðu háskólakennara í samfélaginu. Hann virðist hafa gleymt því að stundum hafa fræðimenn rangt fyrir sér. Þannig vantar nokkuð á að söguskilningur Kristjáns á fram- gangi kommúnisma sé fullnægjandi. Samlíkingin við bifvélavirkjann er einnig villandi. Menningu á ,villigötum’ er ekki hægt að bera saman við lausa hjólkoppa, stíflaðan blöndung, eða ónýta bremsuklossa. Ef sýn vegfarandans er takmörkuð getur verið nóg fyrir bifvélavirkjann að fylla á rúðupissið. Ég TMM 1998:1 95
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.