Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 109

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 109
Þórdís Gísladóttir Þjóð í hlekkjum tungumálsins Innlegg í orðaskak Ólafs Halldórssonar og Böðvars Guðmundssonar s Í2. hefti Tímarits Máls og menningar 1997 skrifar Ólafiir Halldórsson ádrepu sem ber yfirskriftina „íslenska með útlendu kryddi“. Er hann þar að gagnrýna málfar tveggja kvenna, rithöfundar og bókmenntafræðings, sem átt höfðu samtal í TMM 2/96. Fátt kemur á óvart í greininni og virðist mér sem hún sé beint innlegg í umræðu fjölmargra íslenskra menntamanna af eldri kynslóðinni sem telja sig sjálfkjörna verndara íslenskrar tungu. Felst þessi verndarstarfsemi aðallega í því að amast við dönskuslettum og öðrum álíka ófögnuði, sem íslenskir bókmenntafræðingar og rithöfundar nota óspart til saurgunar þeirri heilögu jómfrú sem málhreinsunarmenn virðast telja íslenska tungu vera. Böðvar Guðmundsson svarar síðan ádrepunni í 3. hefti Tímaritsins á gamansaman hátt en með alvarlegum undirtóni þó og bregst Ólafur við því svari í 4. heftinu og sparar ekki stóryrðin. Þar sem mér þykir þarna vera komið efhi í dágóða ritdeilu og þar sem slíkar sennur eru alltaf vænlegar til vinsælda í íslenskum blöðum þá leyfi ég mér að eyða ofurlitlu bleki og nokkrum tíma til að koma með innlegg í þessa umræðu viðbúin því að að upp rísi hávær kór hjálpræðishermanna íslenskrar tungu með vopn sín og verjur. Auk ofangreindra pistla þeirra Ólafs og Böðvars er önnur grein sem varð mér hvati til að skrifa það sem hér er sett á blað. Það er grein sem byggir á fyrirlestri sem Gísli Pálsson mannfræðingur hélt og birtist í árbók íslenska selskaparins í Uppsölum fyrir nokkru.1 Þar fjallar Gísli um þá ofurást íslendinga á hinu ritaða orði sem hann telur hafa holdgerst í stemmningunni sem myndaðist á götum Reykjavíkur þegar handritin komu til landsins árið 1971. Stemmningunni líkir hann við andrúmsloftið á kjötkveðjuhátíðum þar sem menn sleppa fram af sér beislinu í fögnuði og galsa. Gísli telur að þarna endurspeglist sú ofuráhersla sem lögð er á textann meðal íslensku þjóðarinnar og hann kallar í greininni „islándsk textualism“, sem kannski TMM 1998:1 99
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.