Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 111
ÞJÓÐ í HLEKKJUM TUNGUMÁLSINS
þessi frændi minn sig fljótlega aftur til útlanda og hefur síðan stundum
heyrst muldra í barminn að íslendingar séu fasistar.
Víkjum að þeirri hugmynd margra íslendinga um tunguna, sem Gísli
Pálsson líkir við afturgöngu en Böðvar Guðmundsson við ósnortna jómfrú,
að hún búi einhversstaðar úti í bæ og hafi sinn eigin líkama og sál. Þessi vera
á sig sjálf að einhverju takmörkuðu leyti en fær þó ekki að fara ffjáls ferða
sinna. Umhverfis hana sitja varðmenn og riddarar og sjá til þess að hún haldi
sér í skefjum og fari ekki á flandur eða hlaupi útundan sér með einhverjum
útlendum sjóara eða öðrum ljótum slordóna. Hún má heldur ekki skreyta
sig með lánsfjöðrum eða öðru ómerkilegu glingri því ekki er hún nein
hispursmey eða tildurrófa. Best er ef hún situr kyrr og spinnur á rokkinn
sinn í gömlu peysufötunum sem hún erfði eftir langömmu sína sem bjó í
afdal nokkrum norðanlands. Á meðan skal hún raula gamla rímnastemmu
eða í besta falli uppbyggilegt kvæði eftir eitt þjóðskáldanna og slái hún
taktinn með fætinum sem ekki stígur rokkinn skal hann klæddur brydduð-
um sauðskinnsskó.
Án alls gamans þá langar mig að spyrja Ólaf Halldórsson og aðra þá sem
telja sig sjálfkjörna verndara tungunnar hvað í ósköpunum þeir telji felast í
orðinu tungumál. Þegar flett er upp á „tungumál“ í íslenskri orðabók
stendur: „tunga, mál, kerfi orða með hefðbundna merkingu sem fólk notar
til að gera sig hvert öðru skiljanlegt:“ Ólafur skilur þetta kannski þannig að
um sé að ræða rökrétt kerfi sem byggt er upp líkt og stærðffæði og ekki sé
hægt að breyta að ráði án þess að kerfið hætti að virka. Það geri ég hins vegar
ekki. Fyrir mér er tungumálið tæki sem við mennirnir höfum til afnota til
að gera okkur skiljanlega þegar við eigum samskipti okkar á milli. Þetta tæki
er sameign okkar allra og enginn getur átt stærri hlut en annar. Tækið má
laga að öllum hugsanlegum aðstæðum, teygja og toga út og suður útum allar
trissur eða hnoða saman í litla kúlu allt eftir þörfum.
Málvísindamaðurinn Widdowson hefur búið til hugtak sem notað er um
ákveðna gerð tungumála. Þetta hugtak er haff um mál sem eru algjör
andstæða svokallaðra „pidginmála“. Pidgin er það tungumál kallað sem ekki
er móðurmál neins hóps en verður til þar sem fólk með ólík móðurmál hefur
samskipti sín á milli, gjarna vegna viðskipta. Mætti kannski taka hina
útdauðu en áhugaverðu Fáskrúðsfjarðar-frönsku sem dæmi um pidginmál.2
Málin sem eru andstæða pidginmálanna kallast hins vegar „babumál“ og er
einkenni slíkra tungna að ofuráhersla er lögð á hvernig hlutirnir eru orðaðir,
en það sem sagt er þ.e.a.s. inntak textans, skiptir litlu eða engu máli.3
Hugtakið „babu“ er leitt af nafhi ungs indversks prests en enska sú sem hann
talaði þótti fábreytt, ófrumleg og tilgerðarleg.
Ég vona að enginn sem lætur sig íslenskt mál einhverju varða, hvort sem
TMM 1998:1
101