Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 114

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Side 114
PÓRDÍS GÍSLADÓTTIR „Viðtalið er ugglaust tekið á segulband, og ekki verður betur séð en að það sé prentað eins og það er á bandinu. Það gefur því góða hugmynd um til hvers íslensk tunga dugir í umræðu um bókmenntir og hvar hana þrýtur örendið, svo að nauðsynlegt reynist að grípa til annarra tungumála." Hefði Ólafur Halldórsson á annað borð kynnt sér talmálsrannsóknir myndi honum ekki hafa komið til hugar að samtal þeirra Steinunnar og Úlfhildar væri skrifað niður beint eftir segulbandi. Samtal sem skrifað er beint niður, nákvæmlega eins og það kemur fyrir af skepnunni, er ansi hreint ólíkt því samtali sem Ólafur er að gagnrýna, það ætti hann sem málfræðingur að sannprófa einhverntíma sjálfur. En venjulegt talmál er líklega bara plat og alvörumálið eru vel formúleraðar setningar sem er búið að festa á bókfell. Vel getur verið að mörgum finnist ég nú vera að snúa út úr. Það er hins vegar staðreynd að venjulegt talmál er mjög ólíkt ritmáli en það er ekkert ómerkilegra fyrir vikið og ég vona að ekki hafi verið meining Ólafs að gera lítið úr því. Það er ofur eðlilegt að venjulegt samtal sem fram fer á talmáli sé öðruvísi en sá texti sem ég er til dæmis að skrifa núna og ég get snúið á alla kanta og flutt fram og aftur í tölvunni minni tímunum saman áður en ég sendi hann frá mér. Ólafur Halldórsson talar í seinni ádrepu sinni um skýrleika og hljómfeg- urð tungunnar (bls. 109) og fegurð íslenskunnar (bls. 111) og segir hann þessa kosti tungunnar í hættu vegna málletingja sem ekki nenna að hugsa á íslensku. Mig langar að minna á gömul og góð sannindi sem ég lærði í æsku og eru á þá leið að fegurðin sé í auga sjáandans. Það er nú svo að það sem einum finnst vera fádæma hljómfagurt og áheyrilegt kann öðrum að þykja hin örgustu óhljóð og óþolandi sarg. Við þessu er ekkert að gera sem betur fer því eins og annar gamall málsháttur segir: Hverjum þykir sinn fugl fagur þótt hann sé bæði ljótur og magur. Fólk hlýtur að sjá að það er alveg talandi dæmi um á hvaða stigi íslensk málfarsumræða er að tveir lærðir og vitrir menn sem báðir eru fádæma orðheppnir og vel að sér, séu á síðum stærsta bókmenntarits bókaþjóðarinnar að þjarka um hvernig var talað í þeirra sveitum, á Hvítársíðunni og í Flóanum í dentíð nú löngu eftir að þeir sjálfir og flestir aðrir sveitunganna eru fluttir á mölina eða til útlanda ef þeir eru ekki hreinlega komnir á enn fjarlægari tilverustig. Sú landlæga hugmynd að íslenskan sé einhversstaðar utan og ofan við okkur sjálf gerir hið nauðsynlega og góða tæki sem tungumálið er því miður að eins konar guðlegu afli. Þeir sem tilbiðja tunguna telja flest sem aflaga fer og miður í þjóðfélaginu vondu málletingjunum að kenna, þessum heiðingj- um sem ekki bera virðingu fyrir hinum guðlegu málfarsmáttarvöldum. 104 TMM 1998:1
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.