Tímarit Máls og menningar - 01.03.1998, Page 117
Ritdómar
Fagurhrein og tær kvæði
Sigfús Daðason: Og hugleiða steina. Þor-
steinn Þorsteinsson gaf út. Forlagið. 1997.
Og hugleiða steina er sjötta ljóðabók Sig-
fúsar Daðasonar og kemur út að honum
látnum en hann lést þann 12. desember
1996. Sigfus hóf ungur að yrkja, fyrsta
ljóð hans birtist á prenti árið 1945 þegar
hann var aðeins sautján ára. Fyrsta ljóða-
bók hans Ljóð 1947-1951 kom út árið
1951. Hér var á ferð óvenjufágað og
frumlegt byrjandaverk sem markaði
tímamót í íslenskri ljóðagerð ásamt
Svartálfadansi Stefáns Harðar og Imbru-
dögum Hannesar Sigfússonar. Sigfús fer
ótroðnar slóðir í skáldskap sínum, hafn-
ar leiðsögn hefðarinnar en tileinkar sér
margt nýtt úr ljóðagerð evrópskra sam-
tímaskálda. Meðal helstu áhrifavalda má
nefna T.S. Eliot, R.M. Rilke og Paul Élu-
ard. Eliot hafði mikil áhrif á módern-
ismann með kenningum sínum og
skáldskap, bæði kenning hans um að
hlutverk skáldsins sé að finna „hlutlæga
samsvörun“ og „ópersónuleika" lista-
mannsins í listaverkinu og nauðsyn þess
að þekkja vel til heimsbókmenntanna,
öll skáld væru stöðugt að vísa til hefðar-
innar og koma ffam með nýjar hug-
myndir, því hefðin er í stöðugri mótun
og skáldskapurinn þarf sífellt að leita nýs
forms ef skáldskapurinn á að lifa. Næmi
og íhygli Rilkes virðist einnig hafa haft
mikil áhrif á Sigfús. Hann yrkir kvæði í
minningu þessa einstaka skálds og telur
hann hafa sýnt gott fordæmi í lífi sínu og
list. En það er á engan hallað að segja að
stærsti áhrifavaldurinn í Ljóðum 1947-
51 sé Paul Éluard. Sigfús hefúr greinilega
lært mikið af frönskum súrrealistum,
hann hrífst af ljóðstíl þeirra, nákvæmum
vinnubrögðum og metafýsikinni sem
einkennir ljóð þeirra umfrarn allt. En
þrátt fyrir auðsæ áhrif frá ástarljóðum
Éluard í þessari fyrstu bók hefur Sigfús
mótað sinn eigin stíl sem einkennist af
geðþekkum tóni og einlægni, sem ríkir í
öllum hans bókum. En þetta er aðeins
önnur hliðin á skáldskap Sigfúsar því
hann kann að beita háði og kaldhæðni af
sjaldgæfu listfengi þó það einkenni
einkum síðari bækur hans.
Önnur ljóðabók hans kom út árið
1959 og nefnist Hendur og orð. Hún er
mikil að vöxtum og innihaldið mjög fjöl-
breytt, sannkölluð þungavigtarbók í ís-
lenskri ljóðagerð eftir miðja 20. öld.
Hendur og orð staðfestir þær vonir sem
voru bundnar við Sigfús sem ljóðskáld
effir hans fýrstu bók. Myndmál er víða
nokkuð torrætt og líkingar óljósar að
hætti súrrealista, samfélagsádeila er
meira áberandi en í fýrstu bókinni, deilt
er á heimsvaldastefnu, spillingu og hroka
svo dæmi sé nefnt. Heimspekileg hugs-
un, rökræða og mælska einkennir mörg
ljóðanna en þau fegurstu lýsa einatt sárri
reynslu eða minningum úr bernsku
skáldsins, heit tilfinning býr undir tempr-
uðu yfirborði ljóðanna.
Síðan líður langur tími þar til Sigfús
gaf út þriðju ljóðabók sína Fá ein Ijóð
1977. Mikil ögun einkennir Ijóðin í þess-
ari bók, ljóðstíllinn er knappari og meitl-
TMM 1998:1
107