Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 19

Frjáls verslun - 01.10.2007, Qupperneq 19
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 19 Forsíðuviðtal tilgang okkar - sem er að gefa af okkur. Guð er kærleikur. Að gefa er kærleikur. Margir átta sig ekki á því að kærleikur er ekki afstaða heldur verk. Fyrir mig er kristin trú gott og þægilegt tæki til að vinna gegn eigingirninni. Það er ýmislegt sem gerir mig eigingjarnan; t.d. ótti og persónulegur metnaður. Ég er ekki alltaf auðmjúkur en trúin hjálpar mér í því. Hún er persónuleg leið fyrir mig. Ég hef enga þörf fyrir að jarma í einhverri hjörð með öllum sem eru sammála mér. Ég geri bara það sem samviska mín býður mér. Ég var nýlega spurður að því í viðtali hvort hægt væri að gera grín að Guði? Ég segi já, það er mjög auðvelt, en þú getur einungis gert grín að hugmyndum fólks um Guð. Ég held t.d. að ef Guð væri jafn klár og fólk vill vera láta þá hefði hann ekki skapað hænur með vængi sem þær geta ekki notað, heldur með fjögur læri. Það væri meira vit í því. Það er líka meiri matur í lærum en vængjum. Ætli Guð sé sár núna? Ég held ekki, sá Guð sem um er rætt er yfirleitt ekki Guð. Þegar fólk er týnt í „kristilegri rétthugsun“ þá er það ekki auðmjúkt. Það fer að líta á sig sem útvalda fulltrúa Guðs, lítur niður á annað fólk og talar niður til þess. Það finnst mér andstyggilegasta gerð hroka, þessi kurteisi hroki. Sumir fela mannfyrirlitningu sína á bak við umhyggju og umvöndun. Slíkt fólk talar niður til annarra af því að það „kann það“, er betur menntað, og fólki í kringum það líður illa, fer að naga neglurnar en veit ekki einu sinni af hverju því ofbeldið er svo dannað. Kurteisi hrokagikkurinn telur sig vita meira um hvað er rétt og rangt en aðrir. Hann er yfirvegaður og yfirlætislegur. Það er mikið til af svona dómhörðu fólki sem stærir sig af því að vera kristið, líkt og það sé í einhverri elítu. En ég held að þetta fólk sé mikið týndara en þeir sem það lítur niður á. Fyrir mig sem trúaðan listamann gerði Síma-auglýsingin það að verkum að hrokaelítan varð sýnilegri í samfélaginu. Ég vona alla vega að margir hafi áttað sig á þessu fólki með settlegu og dönnuðu mannfyrirlitninguna.“ Hyggstu starfa áfram á auglýsingabrautinni? „Já, ég er fastráðinn starfsmaður á auglýsingastofunni og er því svokallaður 9-5 maður í dag en þann vinnutíma hef ég ekki haft í fjölmörg ár. Mér finnst það gott, það gefur mér ákveðinn ramma utan um líf mitt sem mér finnst mjög gott. En þrátt fyrir að vera orðinn 9-5 maður í viðskiptageiranum er ég að bralla ýmislegt annað; ég var t.d. að skrifa Skaupið í félagi við aðra, en það hef ég aldrei gert áður. Svo erum við að gera framhald af Næturvaktinni sem hefur fengið mjög góðar viðtökur. Ég leik aðalpersónuna, Georg Bjarnfreðarson, sem er nokkurs konar persónugervingur týpunnar sem veit allt betur og beitir vitsunalegum yfirburðum sínum á þá sem kunna ekki að koma fyrir sig orði. Þar er engin miskunn gagnvart þeim minnstu og aumustu. Í Georgi er samansafn af fólki sem ég hef reyndar hitt á lífsleiðinni; sem er týnt í sjálfselsku, eigingirni og dómhörku og einhverri tegund af rétthugsun. Hún getur verið pólitísk eða kristileg eða hvað sem er. Hún er fyrst og fremt þröngsýn og vanþroskuð. Fyrir honum eru allir fífl og fávitar nema örfáir útvaldir sem eru pólitískt réttþenkjandi, að hans mati. Mér skilst að þarna hafi mér tekist að skapa leiðinlegustu persónu íslenskrar sjónvarpssögu. En Georg er úti um allt.“ UM FYNDNI Í AUGLÝSINGUM - Nokkrir punktar héðan og þaðan um viðhorf fólks til fyndni í auglýsingum, m.a. úr bókinni How to advertise sem kom út fyrir nær þremur áratugum. 1. Neytendur og áhorfendur elska að horfa á fyndnar auglýsingar. En hættan er sú að fólk hlæi að brandaranum en gleymi vörunni sem verið er að auglýsa. 2. Skemmtun í auglýsingum er ekki bara fyndni, hún getur líka verið fólgin í ýmiss konar tónlist og dansatriðum. 3 Kómík fremur en brandari. Í sjónvarpsauglýsingu spurði maður lækninn sinn hvort svitalyktareyðirinn leysti öll hans vandamál. Læknirinn svaraði: „Nei, aðeins eitt þeirra.“ 4. Kómíkin í Síma-auglýsingunni snýst ekki síst um setningar í henni eins og: „Er búið að segja gjörið svo vel.“ og „Við erum hér, hvar ert þú?“ 5. Við val á leikurum í fyndnum auglýsingum er talið best að fá leikara með óvenjulega hæfileika, hæfileika sem vekja athygli. 6. Fyrir auglýsandann er aðalatriðið að sjónvarps- auglýsingin henti vörunni vel og hún sé áhrifarík; komi skilaboðum um vöruna rækilega til skila. 7. Handritið þarf að vera gott og skilaboðin skýr. Ef ímynd vörunnar er gleði og gaman, hvers vegna þá ekki að nota fyndni og skemmtun í auglýsingunni? 8. Það er góð regla fyrir toppmenn í auglýsingum að vera vandlátir á auglýsingaverkefni og leggja áherslu á að um metnaðarfullar auglýsingar sé að ræða. 9. Auglýsingin má alls ekki ganga út á grín, eitt og sér, heldur skilaboð sem sett eru fram á skemmtilegan hátt. 10. Grín í auglýsingum verður að árétta skilaboðin – styðja við bakið á vörunni. 11. Sum fyrirtæki byggja herferðir sínar oftar en ekki á kómík og skemmtun í auglýsingum. Gott dæmi um þetta er Happdrætti Háskólans. 12. Fyndni og skemmtun í sjónvarpsauglýsingum tíðkast um allan heim og þær auglýsingar eru víða margverðlaunaðar; þykja þær bestu og frumlegustu. 13. Höfuðástæðan fyrir fyndnum auglýsingum er eflaust sú að leiðindi selja tæplega vörur. 14. Fyndnar auglýsingar, mannlegar auglýsingar, eða þurrar og uppfullar af tilkynningum og skýrum skilaboðum. Munið alltaf: Góð auglýsing byrjar á góðri vöru.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.