Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 21

Frjáls verslun - 01.10.2007, Page 21
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 21 DAGBÓK I N 14. nóvember StEfn­iR í að 249 fé­löG GERi upp í EvRum Markaður Fréttablaðsins sagði frá því að Ársreikningaskrá hefði á þessu ári heimilað 29 fyrirtækjum að færa reikn- inga sína í erlendri mynt á næsta reikningsári. Auk þess lægju fyrir 53 óafgreiddar umsóknir til viðbótar og að fyrirtæki hefðu haft frest til 1. nóvember sl. til að skila inn umsóknum vegna næsta reikn- ingsárs. En takið eftir þessu; fái félögin 53 öll heimild Ársreikn- ingaskrár til að færa reikninga í erlendri mynt þá verða 249 fyrirtæki með slíka heimild um áramót. Allir vilja núna gera upp í evrum. 15. nóvember St­órlax­ar st­íga af svið­i Bakslagið og hrikalegar afskriftir lána á bandaríska húsnæðislánamarkaðnum hefur kostað tvo stórlaxa í bandaríska fjármálageiranum starfið. Charles Prince sagði af sér sem forstjóri Citygroup, stærsta banka í heimi, og Stan O’Neal, forstjóri og stjórnarfor- maður Merrill Lynch, er einnig hættur vegna lélegrar afkomu bankans. Merrill Lynch ákvað að ráða John Thain, forstjóra NySE Euronext, í starf forstjóra í stað O´Neal. Thain er fyrsti forstjóri bankans í 93 ára sögu hans sem ekki er innanbúðarmaður. Þess utan var Thain á árum áður starfsmaður Goldmans Sachs, sem er einn helsti keppi- nautur Merrill Lynch. Tveir st­órlax­ar í­ bandarí­sk­u fjár­ málalí­fi hafa verið­ lát­nir fjúk­a að­ undanförnu. 15. nóvember Yfir t­il þín­, Skip­t­i Nokkrar umræður hafa orðið um þá ósk Skipta, eignarhalds- félags Símans, að fara þess á leit við íslenska ríkið að seinka skráningu félagsins fram á fyrsta ársfjórðung næsta árs og seinka þar með sölu á hlut í félaginu til fjárfesta og almenn- ings. Þegar Síminn var seldur 5. ágúst 2005 voru ákvæði um Allir vilja núna gera upp í­ evrum. 13. nóvember lan­dSban­k­in­n­ í Hon­G k­on­G Sagt var frá því að Landsbankinn hefði opnað skrifstofu í Hong Kong og að rúm- lega 500 gestir hefðu verið við opnunina, aðallega stjórnendur úr viðskipta- og fjár- málalífi Hong Kong. Landsbankinn starfar núna í 17 löndum. Hong Kong-skrifstofan verður miðstöð bankans í Asíu en á því svæði stefnir bank- inn að áframhaldandi vexti. Til stendur að opna starfsstöðvar í Singapore og Shanghai. Björn Ársæll Pétursson mun stýra starfsemi Landsbankans í Asíu. Björn Ársæll, sem hóf störf hjá Landsbankanum árið 2006, er verkfræðingur frá Háskóla Íslands og lauk meistaraprófi frá háskóla í Japan. Charles Prince og St­an O´Neal. Frá opnun sk­rifst­ofu Landsbank­ans í­ Hong Kong. Hér k­lippa þeir á borð­ann, Kjart­an Gunnarsson, vara­ formað­ur st­jórnar bank­ans og Sigurjón Þ. Árnason, annar t­veggja bank­ast­jóra Landsbank­ans.

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.