Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 31

Frjáls verslun - 01.10.2007, Side 31
F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 7 31 á sgeir Margeirsson er 46 ára, fæddur í Keflavík árið 1961. Hann er þriðji í röð fjögurra systkina. Foreldrar hans eru af vestfirskum ættum. Ásgeir ólst upp í Keflavík og gekk þar í skóla, en hann segir nærveru varnarliðsmanna sem þá bjuggu enn inni í bænum, hafa sett sérstakan blæ á bæjarlífið. Á yngri árum starfaði Ásgeir við fiskvinnslu í Keflavík og á Keflavíkurflugvelli auk þess sem hann fór í sveit og smitaðist þar af hestabakteríunni, en hestamennskan er eitt aðaláhugamál hans í dag. Að loknu stúdentsprófi frá Fjölbrautaskóla Suðurnesja árið 1980 kenndi Ásgeir í eitt ár við gagnfræðaskólann á Ísafirði. Að því loknu hóf hann nám í byggingaverkfræði við Háskóla Íslands og starfaði við virkjunarframkvæmdir á Þjórsársvæðinu á sumrin. Hann segist ætíð hafa haft áhuga á hvers konar framkvæmdum svo sem smíðum eða byggingavinnu og því ákveðið að spreyta sig á þessu námi og fundið sig þar vel. Fjölbreytnin skemmtileg Að loknu háskólanámi fann Ásgeir að sig langaði að læra meira á sviði stjórnunar og verklegra framkvæmda og ákvað þá að nema framkvæmdafræði í tækniháskólanum í Lundi. Hann og eiginkonan fluttu búferlum með elsta soninn til Svíþjóðar árið 1986 þar sem þau dvöldu í þrjú ár og bættist á þeim tíma annar sonur í hópinn. Ásgeir segir þau hafa kunnað afar vel við sig í Svíþjóð og um tíma hafi verið spurning hvort fjölskyldan ætti að setjast þar að, en ræturnar toguðu fast og því ákváðu þau að halda heim á leið. Ásgeir hóf þá störf í byggingar- iðnaði en vann síðan hjá Eimskip frá árinu 1993 til 1994 og hjá Jarðborunum árið 1995. Hann starfaði hjá Jarðborunum þar til vorið 2000 þegar hann hóf störf sem aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Hjá Orkuveitunni tók Ásgeir þátt í miklu sameiningaferli og uppbyggingu fyrirtækisins og kom víða við í fyrirtækinu. Hann sinnti bæði tækni- og framkvæmdalegum verkefnum, umsjón með kjara- og starfsmannamálum og var auk þess formaður samninganefndar. Ásgeir segist ætíð hafa haft mjög gaman af því að sinna mótandi verkefnum þar sem fjölbreytnin er mikil. Nú á dögum starfi hann með fólki frá mörgum löndum, bæði verkfræðingum, bankamönnum og lögfræðingum, og sér finnist oft á tíðum skemmtilegt að eiga samstarf við fólk með annan bakgrunn og menntun en hann sjálfur þar sem það gefi sér nýja sýn á hlutina. T.d. hafi texti: maría ólaFsdóttir • Myndir: geir ólaFsson o. fl. NÆRMyND AF ÁSGEiRi MARGEiRSSyNi Ásgeir Margeirsson, forstjóri Geysis Green Energy, er Keflvíkingur í húð og hár. Hann er einn þeirra sem hefur verið í kastljósi fjölmiðla að undanförnu vegna fyrirhugaðrar sameiningar REi og Geysis Green Energy. Hann var aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur þar til í byrjun þessa árs. Þá varð hann forstjóri Geysis Green og fyrsti starfsmaður fyrirtækisins. HeStAkArL oG útIvIStArFrÍk n æ r m y n d

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.